Akíra Kúrósava

japanskur kvikmyndagerðarmaður (1910-1998)
(Endurbeint frá Akira Kurosawa)

Akíra Kúrósava (japanska: 黒澤 明) (23. mars 1910 - 6. september 1998) var margverðlaunaður japanskur kvikmyndaleikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur. Ferill hans spannaði 50 ár, frá fyrstu mynd hans Sugata Sanshiro frá árinu 1943 að þeirri síðustu Madadayo frá 1993.

Akíra Kúrósava
黒澤 明
Kúrósava við tökur Sjö samúræja árið 1953.
Fæddur23. mars 1910(1910-03-23)
Shinagawa í Tókýó í Japanska keisaradæminu
Dáinn6. september 1998 (88 ára)
Setagaya í Tókýó í Japan
ÞjóðerniJapanskur
StörfKvikmyndaleikstjóri, handritshöfundur, framleiðandi, klippari
Ár virkur1936-1993
Hæð182 cm
MakiYōko Yaguchi ​(g. 1945; lést 1985)
Börn2
VerðlaunGullljónið (1951)
Gullpálminn (1980)
Óskarsverðlaunin (1990)
Undirskrift

Árið 1954 gerði hann kvikmyndina Sjö samúræjar sem hann fékk ári síðar silfurljónið á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Árið 1976 fékk hann Óskarsverðlaun fyrir bestu erlendu kvikmyndina; Dersu Urzala. Árið 1980 hlotnaðist honum Gullpálminn á Kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir Kagemusha og tveimur árum síðar fékk hann Gullljónið í Feneyjum fyrir glæstan feril. Árið 1990 var honum veitt heiðursviðurkenning fyrir glæstan feril á Óskarsverðlaunaafhendingunni.

Kvikmyndaskrá

breyta
Ár Japanskur titill Rómaníseraður titill Íslenskur titill
1943 姿三四郎 Sugata Sanshirō Sugata Sanshiro - júdó saga
1944 一番美しく Ichiban utsukushiku
1945 續姿三四郎 Zoku Sugata Sanshirō
虎の尾を踏む男達 Tora no o wo fumu otokotachi
1946 明日を創る人々 Asu o tsukuru hitobito
わが青春に悔なし Waga seishun ni kuinashi
1947 素晴らしき日曜日 Subarashiki nichiyōbi
1948 酔いどれ天使 Yoidore tenshi Drukkinn engill
1949 静かなる決闘 Shizukanaru kettō
野良犬 Nora inu Flækingsrakkar
1950 醜聞 Sukyandaru (Shūbun)
羅生門 Rashōmon Raahomon
1951 白痴 Hakuchi Idjótinn eða Fávitinn
1952 生きる Ikiru Að lifa
1954 七人の侍 Shichinin no samurai Sjö samúræjar
1955 生きものの記録 Ikimono no kiroku
1957 蜘蛛巣城 Kumonosu-jō Blóðkrúnan
どん底 Donzoko Á botninum
1958 隠し砦の三悪人 Kakushi toride no san akunin Leynivirkið
1960 悪い奴ほどよく眠る Warui yatsu hodo yoku nemuru Þeir illu sofa vel
1961 用心棒 Yōjinbō Yojimbo
1962 椿三十郎 Tsubaki Sanjūrō
1963 天国と地獄 Tengoku to jigoku Háir sem lágir eða Barnsránið
1965 赤ひげ Akahige Rauðskeggur
1970 どですかでん Dodesukaden
1975 デルス・ウザーラ Derusu Uzāra Dersu Uzala
1980 影武者 Kagemusha Kagemusha
1985 Ran
1990 Yume Draumar
1991 八月の狂詩曲 Hachigatsu no rapusodī (Hachigatsu no kyōshikyoku) Ágústrapsódía
1993 まあだだよ Mādadayo Ekki enn

Tengill

breyta
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.