Adela af Flæmingjalandi

Adela af Flæmingjalandi (um 10641115) var drottning Danmerkur 1080-1086 (þar var hún kölluð Edel) og síðar hertogaynja Apúlíu á Ítalíu og ríkisstjóri Apúlíu um tíma.

Adela var dóttir Róberts 1. greifa af Flæmingjalandi og konu hans Geirþrúðar af Saxlandi. Hún giftist Knúti Danakonungi 1080, sama ár og hann varð konungur, og átti með honum þrjú börn, soninn Karl (f. 1084) og tvíburadæturnar Sesselju og Ingibjörgu (f. 1086/1086). Þegar Knútur var myrtur árið 1086 flúði Adela til Flæmingjalands með son sinn en dæturnar urðu eftir í Danmörku.

Adela var með föður sínum og bróður í Flæmingjalandi til 1092, þegar hún fór til Ítalíu og giftist þar Roger Borsa, hertoga af Apúlíu, en Karl sonur hennar varð eftir í Flæmingjalandi og erfði síðar greifadæmið. Með seinni manni sínum átti Adela þrjá syni en aðeins einn komst upp, Vilhjálmur hertogi. Þegar Roger dó árið 1111 stýrði Adela hertogadæminu þar til sonur hennar varð fullveðja 1114. Hún dó svo ári síðar.

Þegar Knútur fyrri maður Adelu var tekinn í helgra manna tölu 1101 sendi hún fé og fagra gripi til að búa helgiskrín hans í dómkirkjunni í Óðinsvéum sem fagurlegast.

Heimildir

breyta