Addis Ababa

Höfuðborg Eþíópíu
(Endurbeint frá Addis Abeba)

Addis Ababa (amharíska: አዲስ አበባ) er höfuðborg Eþíópíu. Hún er stærsta borg Eþíópíu, með íbúafjöldann 3.384.569 árið 2007. Á stórborgarsvæði hennar búa um 4,4 milljónir. Þar eru höfuðstöðvar Afríkusambandsins. Borgin er oft nefnd „pólitísk höfuðborg Afríku“ vegna sögulegs og pólitísks mikilvægis hennar fyrir heimsálfuna. Borgin er fjölmenningarleg, þar eru töluð um 80 tungumál. Íbúarnir tilheyra víðum hópi trúarlegra samfélaga. Háskólinn í Addis Ababa, Stofnun Afrískra samfélaga í efnafræði (FASC) og fjölmiðlastofnun Afríku (HAPI) eru öll í borginni.

Staðsetning Addis Ababa í Eþíópíu.

Addis Ababa var stofnuð árið 1886 að undirlagi Meneliks 2. Eþíópíukeisara. Menelik vildi hafa stjórnsýslulegar bækistöðvar í miðju ríkis síns, sem hafði þanist talsvert út með landvinningum hans gagnvart nágrannaþjóðunum. Þar sem Addis Ababa reis var áður Orómó-þorpið Finfinne.[1]

Landafræði

breyta

Borgin er í 2.300 metra hæð og er grasland við rætur fjallsins Entoto. Frá lægsta punkti borgarinnar, við Bole alþjóðaflugvöllinn í 2.326 metra hæð hækkar borgin yfir 3.000 metra í fjöllunum til norðurs.

Tilvísanir

breyta
  1. Felix Ólafsson (1974). Bókin um Eþíópíu. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. bls. 146.
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.