Adélaide de Maurienne
Adelaide de Maurienne (1092 – 18. nóvember 1154) eða Adelaide af Savoja var drottning Frakklands frá 1115 til 1137. Heimildir segja að hún hafi verið ófríð en trúrækin.
Adelaide var dóttir Úmbertós 2., greifa af Savoja, og Gíselu af Búrgund. Kalixtus II páfi var móðurbróðir hennar. Hún giftist Loðvík digra Frakkakonungi 3. ágúst 1115 og var seinni kona hans en hann hafði fengið hjónaband sitt og fyrri konunnar, Lucienne de Rochefort, gert ógilt árið 1107. Adelaide og Loðvík eignuðust átta börn, þar á meðal Loðvík 7. Frakkakonung. Hún virðist hafa haft mikil afskipti af stjórn ríkisins, sem meðal annars má sjá á því að á opinberum skjölum er ekki aðeins tekið fram hversu lengi maður hennar hafði ríkt þegar skjalið var samið, heldur einnig hve lengi hún hafði verið drottning.
Þegar Loðvík dó 1137 gekk Adelaide ekki í klaustur eins og algengt var um ekkjudrottningar á þeirri tíð, heldur var áfram við hirðina. Hún giftist Matthíasi de Montmorency árið 1141 og stýrðu þau Frakklandi á meðan Loðvík 7. var í Annarri krossferðinni.
Heimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Adelaide de Maurienne“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. október 2010.