Lucienne de Rochefort

Lucienne de Rochefort (1088 – eftir 1137) var fyrri kona Loðvíks digra Frakkakonungs en var þó ekki drottning Frakklands því hjónabandi þeirra lauk 1107, ári áður en hann varð konungur. Hún var dóttir Guy de Monthery og Elísabetar af Crecy.

Lucienne giftist Loðvík árið 1104 og eignaðist með honum eina dóttur, Ísabellu, árið 1105, en hann sagði skilið við hana og fékk Paskalis II páfa til að gera hjónaband þeirra ógilt ári áður en hann varð konungur. Hann giftist svo Adélaide de Maurienne nokkrum árum síðar en Lucienne gekk að eiga Guichard 4. af Beujeau og átti með honum fjölda barna þótt aðeins tvö lifðu til fullorðinsára.

HeimildBreyta