Nordmannsþinur

Trjátegund í flokki barrtrjáa
(Endurbeint frá Abies nordmanniana)

Nordmannsþinur (Abies nordmanniana) er þintegund sem upprunin er í fjöllum austur af Svartahafi, þ. e. Tyrklandi og í Kákasus, Georgíu og Rússlandi. Hann er beinvaxið tré með keilulaga króna og verður 25-30 (mest 50 ) metra hár í heimkynnum sínum. [2]. Tréð er nefnt eftir finnska líffræðingnum Alexander von Nordmann.

Nordmannsþinur
Nordmannsþinur í Dombay, Karachay-Cherkessia, Kákasus
Nordmannsþinur í Dombay, Karachay-Cherkessia, Kákasus
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. nordmanniana

Tvínefni
Abies nordmanniana
(Steven) Spach, 1841
Náttúruleg útbreiðsla
Náttúruleg útbreiðsla
Barr nordmannsþins.
Fullorðin tré í Georgíu.

Á Íslandi telst hann helst til of suðlægur fyrir ræktun en gæti spjarað sig sunnanlands og í skjóli. [3] Nordmannsþinur er vinsæll sem jólatré og í jólaskraut.

Tilvísanir

breyta
  1. Knees, S. & Gardner, M. (2011). "Abies nordmanniana". The IUCN Red List of Threatened Species. 2011: e.T42293A10679078. doi:10.2305/IUCN.UK.2011-2.RLTS.T42293A10679078.en. Retrieved 10 January 2018.
  2. Lystigarður Akureyrar Geymt 23 september 2020 í Wayback Machine Skoðað 8. janúar 2016.
  3. Skógrækt ríkisins. Þintegundir Geymt 4 mars 2016 í Wayback Machine Skoðað 8. janúar 2016.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.