Aðildarhæfi
Aðildarhæfi í lögfræði er almennt hæfi einstaklings eða lögaðila til að vera aðili dómsmáls. Hin almenna regla er að eingöngu þau sem geta átt réttindi og borið skyldur að landslögum geti átt þann möguleika. Ef aðildarhæfi skortir telja dómstólar sig ekki bæra til að dæma um dómkröfu sem þessi aðili tengist og vísa slíkri kröfu frá.