Aðþrengdar eiginkonur (1. þáttaröð)

Fyrsta þáttaröðin af Aðþrengdum eiginkonum fór af stað á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC þann 3. október 2004 og lauk henni 22. maí 2005. Til viðbótar við þættina 23 var einn auka þáttur sem hét „Sorting Out the Dirty Laundry“ (e. Óhreini þvotturinn tekinn frá) og var hann sýndur 24. apríl 2005.

Fyrsta þáttaröðin var sýnd í Bretlandi 5. janúar 2005 – 1. júní 2005. Það voru engin bil á milli þátta. Írland var alltaf einum degi á undan Bretlandi. Þættir 22 og 23 voru sýndir saman í Evrópu.

Persónur & leikendur

breyta

Í fyrstu þáttaröðinni af Desperate Housewives voru þrettán persónur þar af fimm aðalleikkonur en einnig Rex Van de Kamp, Carlos Solis, Paul, Zach, Mary Alice Young, Julie Mayer, John Rowland og Mike Delfino.

Helstu persónur og leikendur
Teri Hatcher sem Susan Mayer
Marcia Cross sem Bree Van de Kamp
Felicity Huffman sem Lynnette Scavo
Eva Longoria Parker sem Gabrielle Solis
Nicole Sheridan sem Edie Britt
Steven Culp sem Rex Van de Kamp
Richardo Antonio Chaviara sem Carlos Solis
Mark Moses sem Paul Young
Jesse Metcalfe sem John Rowland
Andrea Bowen sem Julie Mayer
Cody Kasch sem Zach Young'
Brenda Strong sem Mary Alice Young
James Denton sem Mike Delfino
Eftirtektarverðar gestapersónur og leikendur
Doug Savant sem Tom Scavo
Shawn Pyfrom sem Andrew Van de Kamp
Joy Lauren sem Danielle Van de Kamp
Richard Burgi sem Karl Mayer
Harriet Sansom Harris sem Felicia Tilman
Christine Estabrook sem Martha Huber
Kathryn Joosten sem Karen McCluskey
Roger Bart sem George Williams
Bob Gunton sem Noah Taylor
Pat Crawford Brown sem Ida Greenberg
Alfre Woodard sem Betty Applewhite
Mehcad Brooks sem Matthew Applewhite
Ryan Carnes sem Justin
Zane Huett sem Parker Scavo
Brent Kinsman sem Preston Scavo
Shane Kinsman sem Porter Scavo

Framleiðsla

breyta

Auk Marc Cherry sem aðal-framleiðanda bættust Tom Spezialy og Michael Edelstein við á meðan Kevin Murphy var meðframleiðandi.

Cherry og Spezialy skrifuðu einnig flesta þættina. Hinir höfundar seríunnar voru m.a. Kevin Murphu, John Pardee og Joey Murphy, Alexandra Cunningham, Jenna Bans, Kevin Etten, Josh Senter, Chrish Black, Adam Barr, David Schulner, Katie Ford, Oliver Goldstick, Patty Lin og Tracey Stern - en margir voru einnig framleiðendur.

Sjö leikstjórar unnu við þættina þessa þáttaröðina: Larry Shaw (sem einnig var einn af framleiðendunum), Arlene Sanford, Jeff Melman, Fred Gerber, David Grossman, John David Coles og Charles McDougall.

Útdráttur

breyta

Þættirnir byrja á sjálfsmorði Mary Alice Young (Brenda Strong), sem talar yfir þættina í gegnum móðuna miklu. Sjálfsmorð Mary Alice skilur eftir sig ráðgátu um eiginmann hennar Paul Young (Mark Moses) og son hennar Zach (Cody Kasch) og dularfullu leikfangakistuna, sem Paul grefur upp undan sundlaug fjölskyldunnar. Seinna kemur í ljós að hún inniheldur beinagrindarleifar dauðrar konu. Sagan kemur í ljós í gegnum fjórar vinkonur og nágranna Mary Alice. Hver og ein hefur sína eigin sögu sem tengist því að vera aðþrengd eiginkona: klaufska einstæða móðirin Susan Mayer (Teri Hatcher), sem er að leita að ást; fullkomna húsmóðirin Bree Van de Kamp (Marcia Cross), móðir tveggja vandræða unglinga, sem reynir að bjarga hjónabandinu sínu; hin gifta Lynette Scavo (Felicity Huffman) sem reynir að vera súper fjögurra barna móðir á meðan hana langar að fara aftur að vinna; og snobbaða, fyrrum fyrirsætan Gabrielle Solis (Eva Longoria sem reynir að stöðva eiginmann sinn í að komast að framhjáhaldi hennar, og kemst síðan að því að hún er ólétt.

Í þessari fyrstu þáttaröð leysist ráðgátan í kringum Mary Alice Young sem framdi sjálfsmorð og einnig leysist ráðgátan í kringum dularfulla „píparann“ Mike Delfino (James Denton) sem kemst að örlögum fyrrum kærustu sinnar Deirdre sem var eiturlyfjafíkill. Í enda þáttaraðarinnar, kemur það í ljós að 15 árum fyrr hét Mary Alice Angela Forrest, og hún og eiginmaður hennar keyptu son Deirdre, Dana, og flúðu þau síðan til Fairview (bærinn sem þættirnir gerast í) til þess að ala upp barnið (sem bar nú nafnið Zach) sem sinn eigin. Þegar Deirdre finnur þau vill Mary Alice ekki leyfa henni að fá son sinn aftur.

Þegar Deirdre er ásökuð um að vera komin aftur í eiturlyfin, lemur hún Paul og ætlar að sækja son sinn. Mary Alice, staðráðin í að stoppa hana, stingur hana með hníf. Hún deyr stuttu eftir það og athugar Mary Alice handlegginn á Deirdre til að leita að sprautuförum (hún er þurr) og segir Paul að losa þau við líkið og setur hann Deirdre í leikfangakistu Zachs og grefur hana undir botninum í sundlauginni í garðinum. Allt þetta gerist á meðan hinn fjögurra ára Zach fylgist með úr stiganum. Mary Alice reiknar ekki með að einn nágranna hennar, Martha Huber komist að leyndarmáli sínu í gegnum systur Mörthu, Feliciu Tilman (sem Mary Alice hafði unnið með áður en hún flutti til Fairview). Eftir að hún kemst að leyndarmálinu, reynir Martha að kúga Mary Alice. Í staðinn fyrir að horfast í augu við aðstæður, drepur Mary Alice sig.

Seinna, þegar Paul kemst að þessu, drepur hann Mörthu eftir að hún segist ekki sjá eftir að hafa kúgað þau. Paul segir Mike (fyrrum ástmanni Deirdre) þetta þegar hann fer með Paul í eyðimörkina, og ætlar að drepa hann, en skilur hann eftir þar þegar hann áttar sig á því að Zach er sonur sinn.

Það kemur á óvart að eiginmaður Bree, Rex (Steven Culp) deyr af eitrun stuttu eftir að George Williams, lyfjafræðingur sem er ástfanginn af Bree, á við hjartalyf Rex og Bree tefur viljandi læknisaðstoð fyrir Rex. Hegðun Bree orsakast af reiði út í Rex vegna þess George sagði henni (en hann laug) að Rex hefði talað um kynlíf þeirra hjóna við samstarfsmenn sína, eða nánar tiltekið um það að Bree væri að reyna að fullnægja þörfum BDSM þörfum Rex.

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Desperate Housewives (season 1)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt janúar 2010.