Teri Hatcher
Teri Lynn Hatcher (fædd 8. desember 1964 í Palo Alto) er bandarísk leikkona sem er best þekkt sem Susan Mayer í Desperate Housewives og Paris Carver í James Bond kvikmyndinni Tomorrow Never Dies. Hún vann Golden Globe verðlaunin fyrir hlutverk sitt í Desperate Housewives 2005. Það sama ár vann hún SAG-verðlaunin og var einnig tilnefnd til Emmy-verðlauna, en verðlaunin fóru til meðleikkonu og góðrar vinkonu hennar, Felicity Huffman.
Teri Hatcher | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Teri Lynn Hatcher 8. desember 1964 Palo Alto, Kalifornía, USA |
Ár virk | 1985–nútíð |
Maki | Marcus Leithold (1988–1989) Jon Tenney (1994–2003) Skiltið |
Börn | 1 |
Helstu hlutverk | |
Susan Mayer í Aðþrengdum eiginkonum Penny Parker í MacGyver Lois Lane í Nýju ævintýri Súpermans |
Æska
breytaTeri fæddist í Palo Alto í Kaliforníu og er dóttir Esther tölvuforritara, og Owens W. Hatcher, kjarnorku-eðlisfræðings og rafmagnsverkfræðings. Faðir Teri er af velskum ættum og móðir hennar er hálf sýrlensk og hálf frönsk/þýsk. Teri ólst upp í Sunnyvale, í Kaliforníu. Hún æfði ballet í San Juan dansskólanum í Los Altos. Stærsta hlutverk hennar var aðal fljúgandi apinn í Galdrakarlinum í Oz. Sem einkabarn, gekk hún í Mango grunnskólann, Fremont menntaskólann og De Anza háskólann í Cupertino. Hún lærði bæði stærðfræði og verkfræði.
Í mars 2006 greindi Teri frá því í Vanity Fair að hún var kynferðislega misnotuð frá fimm ára aldri af Richar Hayes Stone, manni sem var giftur frænku hennar, en hún skildi seinna við hann. Foreldrar hennar vissu ekki af misnotkuninni þá. Árið 2002 aðstoðaði hún saksóknara í Santa Clara-sýslu við rannsókn þeirra á Stone eftir nýlegt afbrot hans sem leiddi til þess að kvenkynsfórnarlamb hans undir 14 ára aldri framdi sjálfsmorð. Stone játaði á sig fjögur kynferðisbrot á börnum og var dæmdur í 14 ára fangelsi. Í viðtalinu sem kom í Vanity Fair, sagðist Teri hafa sagt saksóknurunum frá misnotkuninni á sér vegna þess að hún gat ekki hætt að hugsa um 14 ára stelpuna sem skaut sig, og óttaðist að Stone myndi sleppa við sakfellingu. Stone dó úr ristilskrabbameini 19. ágúst 2008 eftir að hafa setið inni í sex ár.
Ferill
breytaTeri lærði leiklist í Bandaríska listaskólanum. Eitt af fyrstu störfunum hennar (árið 1984) var sem NFL-deildar klappstýra með 49ers frá San Francisco. Á þessum tíma lék hún einnig eina af hafmeyjunum í sjónvarpsþáttaröðinni The Love Boat. Eitt af fyrstu stóru hlutverkunum hennar var Penny Parker, sem var vinur hetju Richards Dean Anderson í sjónvarpsþáttaröðinni MacGyver á árunum 1986 til 1989.
Teri landaði aukahlutverki sem fréttamaður á Daily Planet, Lois Lane (á móti Dean Cain) í Lois & Clark: Nýju ævintýri Súpermans frá 1993 til 1997. Þegar vinsældir þáttarins voru mestar var mynd af Teri vafinni inni í skikkju Súpermans halað niður á netinu 20.000 sinnum. „Þetta er frábær mynd“ sagði hún við Entertainment Weekly. „Ekkert sérstaklega af því að ég er á henni. Hún er bara töff“.