Felicity Huffman
Felicity Kendall Huffman (f. 9. desember 1962) er bandarísk leikkona, þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndum, leiksviðisviði og sjónvarpi. Hún hefur einu sinni verið tilnefnd til Óskarsverðlauna, fimm sinnum til Golden Globe verðlaunanna og hefur auk þess meðal annars hlotið Emmy verðlaun, Obie verðlaun og þrenn SAG (Screen Actors Guild) verðlauna.
Leiklistarferill Huffman hófst í sviðsleiklist en á tíunda áratug síðasta aldar fékk hún mörg aukahlutverk í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hún er helst þekkt fyrir hlutverk sitt sem Lynette Scavo í þáttunum Aðþrengdar eiginkonur sem framleiddir voru af sjónvarpsstöðinni ABC á árunum 2004 til 2012. Fyrir það hlutverk hlaut hún Emmy verðlaun, þrenn SAG verðlaun, ein Satellite verðlaun og ein Prism verðlaun. Auk þess hlaut hún ellefu tilnefningar til hinna ýmsu annara verðlauna.
Einnig hlaut hún mikið lof fyrir hlutverk sitt sem trans kona í kvikmyndinni Transamerica (2005), en fyrir það hlutverk var hún meðal annars tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta leikkona. Hún lék einnig í myndunum Reversal of Fortune (1990), The Spanish Prisoner (1997), Magnolia (1999), Path to War (2002), Georgia Rule (2007), Phoebe in Wonderland (2008), Rudderless (2014) og Cake (2014). Síðan 2015 hefur hún leikið í þáttunum American Crime sem sjónvarpsstöðin ABC framleiðir.
Heimildir
breyta- Felicity Huffman á Internet Movie Database
- Umfjöllun um Felicity Huffman á heimasíðu Filmtreference.com