Hawaiíska
(Endurbeint frá ʻŌlelo Hawaiʻi)
Havaíska (ʻŌlelo Hawaiʻi) er pólýnesiskt tungumál sem dregur nafn sitt af eyjunni Hawaiʻi, stærsta eyjunni í eyjaklasanum þar sem hún varð til. Havaíska og enska eru opinber tungumál í fylkinu Hawaii.
Havaíska er tungumál í útrýmingarhættu og frá og með 2000 töluðu minni en 0,1% íbúá Hawaii málið. Síðan árið 1949 hefur verið reynt að vernda tungumálið.
Í málinu koma aldrei tveir samhljóðar fyrir í röð og ekkert orð endar á samhljóða. Ennfremur á málið heimsmet fyrir flesta sérhljóða í röð eða 8 en havaíska orðir fyrir staðfestu, hooiaioia, á þann sérkennilega heiður.