Þrípunktur
Þrípunktur er í eðlisfræði þær hita- og þrýstingsaðstæður sem gefið efni getur samtímis verið í storku-, fljótandi- og gasham í varmafræðilegu jafnvægi. Sem dæmi er þrípunktshiti vatns nákvæmlega 273,16 kelvin eða 0,01 °C og 611,73 pasköl (um 6 millibör), en þrípunktur vatns er einmitt notaður til að skilgreina kelvinkvarðann (sem er SI grunneining).