Þrándarneskirkja
Þrándarneskirkja er nyrsta miðaldasteinkirkja Noregs (og raunar Norðurlanda). Hún er um 3 km norðan við miðbæinn í Harstad. Kirkjan hefur löngum verið talin frá miðri 13. öld, en aldursgreining byggð á árhringjatímatali bendir til að henni hafi verið lokið skömmu eftir 1434. Samanborið við tíu aðrar miðaldasteinkirkjur, sem enn eru uppistandandi í Noregi, er Þrándarneskirkja vel varðveitt, og hefur að utan haldið sem næst upprunalegu útliti. Heildarlengd kirkjunnar er 36 metrar, Kirkjuskipið eða framkirkjan er 22.6x17.0 metrar og kórinn 13.5x11.5 metrar, og er kirkjan því ein sú stærsta frá kaþólskum tíma, utan þéttbýlis í Noregi. Á miðöldum var Þrándarnes miðstöð kirkjulegs starfs í Norður-Noregi.
Þrándarneskirkja | ||
Harstad (15. júní 2005) | ||
Almennt | ||
Byggingarár: | Fullgerð ~1440 | |
---|---|---|
Arkitektúr | ||
Tímabil: | Síðgotnesk, gluggar með rómönsku lagi | |
Byggingatækni: | Hlaðin | |
Efni: | Steinn, timburþak | |
Stærð: | Heildarlengd 36m, kirkjuskip 22.5 x 17m, kór 13.5 x 11.5m | |
Hlið: | Dyrastafir við vesturdyr með flötu blaðverki, við norðurdyr með gotnesku demantsmunstri | |
Kór: | Mjórri en kirkjuskipið | |
Skip: | Eitt kirkjuskip, lítil hliðaraltöru beggja vegna kórdyra | |
Kirkjurýmið | ||
Predikunarstóll: | Kórskilrúm í rokokóstíl, predikunarstóll frá 1792 | |
Skírnarfontur: | Rómanskur | |
Altari: | Aðalaltari með altaristöflu eftir Bernt Notke, Lübeck, um 1500. Tvö hliðaraltöru með altaristöflum | |
Annað: | Vatnsker innan við norðurdyr og skraut úr smíðajárni á hurðinni | |
Þrándarneskirkja á Commons |
Þrándarneskirkja er einkum þekkt fyrir ríkulegar skreytingar og kirkjugripi, m.a. þrjár altaristöflur í gotneskum stíl . Ein þeirra (sú stærsta) er talin eftir víðkunnan þýskan listamann Bernt Notke (1435-1508/09). Predikunarstóllinn, sem er í barrokkstíl er með stundaglasi til að minna prestinn á að halda ekki of langar ræður. Orgelið er frá 18. öld. Í kórnum eru leifar af múrmálverkum frá miðöldum.
Núverandi kirkja er líklega sú þriðja á þessum stað. Sú fyrsta, stafkirkja, var byggð á 11. öld. Önnur kirkjan, sem byggð var á 12. öld, var víggirt með steinvegg (múrvegg), og má sjá leifar hans umhverfis kirkjugarðinn.
Áður fyrr var lítill turn á kirkjunni, sem var tekinn niður. Nú eru kirkjuklukkurnar í litlum klukkuturni vestan við kirkjudyr.
Myndasafn
breyta-
Úr kórnum í Þrándarneskirkju
-
Altaristafla á hliðaraltari í Þrándarneskirkju
-
Predikunarstóllinn í Þrándarneskirkju
Heimildir
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Trondenes Church“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9. september 2007.