Þormóður Eiríksson

Þormóður Eiríksson (fæddur 20. mars 1996) er íslenskur laga- og textahöfundur. Hann hefur samið lög og texta fyrir listamenn á við Herra Hnetusmjör, Emmsjé Gauta, JóaPé og Króla og fleiri.

Þormóður
FæddurÞormóður Eiríksson
20. mars 1996 (1996-03-20) (28 ára)
UppruniÍsafjörður
StörfLaga og textahöfundur (pródúsent)

Þormóður ólst upp á Ísafirði þar sem hann stundaði nám við Grunnskólinn á Ísafirði og svo seinna við Menntaskólinn á Ísafirði. Ungur byrjaði hann að læra á gítar og spilaði með nokkrum smá hljómsveitum.

Hann byrjaði að fikta með tónlistar forrit svosem FL Studio og Ableton aðallega þó til þess að búa til takta og filla upp í eintóma gítar leikinn sinn. Hann varð fljótlega ástfanginn af möguleikanum sem forritin bjóða uppá og varð fljótt flínkur á því að fikta og leika sér.

Hann fór að hlaða tónlist inn á SoundCloud og öðlaðist nokkra fylgjendur þar, það voru þó aðallega vinir og kunningjar. SoundCloud tónlistin hans hljómar þó ekkert eins og tónlistin hans gerir nú til dags, hann hefur talað um að draumurinn hans var lengi vel að búa til tónlist fyrir tölvuleiki eða mögulega kvikmyndir.

Töluvert seinna, á Lúrfestival á Ísafirði hitti hann tvo unga rappar sem kölluðu sig JóiPé og Króli. Þeir voru efnilegir en höfðu þó ekki orðið neitt frægir. Þeir enda saman uppi í litlu stúdíói sem Þormóður var þá að legja þar sem Þormóður er að sína þeim alskins tónlist sem hann hefur gert, þeir ramba inn á óklárað lag sem Joi og Króli byrja strax að freestyle-a við. Þeir vinna saman í því yfir nóttina og þann tíma sem Jói og Króli voru á Ísafirði. Úr þetta lag varð svo seinna lagið Ó Shit! með JóiPé og Króli. [1]

Hann skrifaði undir samning við KBE og samdi lokalagið við Áramótaskaupið 2018.

Heimildir

breyta
  1. Pálsson, Stefán Árni (10. desember 2019). „Þormóður er pródúsent Íslands með yfir 36 milljónir spilana á Spotify“. Vísir. Reykjavík. Sótt 26. febrúar 2023.
   Þetta æviágrip sem tengist Íslandi og tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.