Ágúst Einarsson
Dr. Ágúst Einarsson er prófessor emeritus við Háskólann á Bifröst, fyrrverandi rektor skólans og var um árabil prófessor í Háskóla Íslands. Hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri útgerðar og fiskvinnslu. Ágúst tók virkan þátt í stjórnmálum, var alþingismaður og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum í samfélaginu og var til að mynda formaður bankaráðs Seðlabankans, samninganefndar ríkisins, Framtakssjóðs Íslands og ráðgjafanefndar Hafrannsóknastofnunar og sat í stjórnum Landsvirkjunar og Borgarleikhússins.
Dr. Ágúst Einarsson | |
---|---|
Fæddur | 11. janúar 1952 |
Menntun | Stúdentspróf MR 1970. MS-gráða í rekstrarhagfræði við háskólann í Hamborg, Þýskalandi, 1975. Framhaldsnám við háskólana í Hamborg og Kiel 1975–1977. Doktorspróf í hagfræði við háskólann í Hamborg 1978. |
Störf | prófessor, alþingismaður, athafnamaður |
Maki | Kolbrún Sigurbjörg Ingólfsdóttir. |
Foreldrar | Svava Ágústsdóttir húsmóðir, f. 24.7. 1921 í Saurbæ á Kjalarnesi, d. 30.11. 1979 Einar Sigurðsson útgerðarmaður, f. 7.2. 1906 í Vestmannaeyjum, d. 22.3. 1977. |
Ágúst hefur skrifað fjölda bóka, meðal annars um rekstrarhagfræði, menningarhagfræði, kvikmyndir, tónlist, heilbrigðismál og íþróttir, flutt erindi og birt greinar í tímaritum, bókum og ráðstefnuritum. Ágúst var um árabil varaforseti samtaka evrópskra fræðimanna um frumkvöðla og lítil og meðalstór fyrirtæki.[1]
Ágúst fæddist í Reykjavík árið 1952, sonur hjónanna Einars Sigurðssonar útgerðarmanns frá Vestmannaeyjum og Svövu Ágústsdóttur. Hann á átta systur og tvo bræður. Ágúst er kvæntur Kolbrúnu Ingólfsdóttur og eiga þau þrjá syni, Einar, Ingólf og Ágúst Ólaf. Kolbrún Sigurbjörg Ingólfsdóttir er lífefeindafræðingur og sagnfræðingur (f. 1943).[2]
Ágúst er höfundur yfir 30 bóka og rita auk fjölmargra greina í bókum, tímaritum, blöðum og á Netinu um efnahagsmál, hagfræði, menningu, stjórnmál og sjávarútvegsmál.[3]
Tilvísanir
breyta- ↑ Rekstrarhagfræði og samfélagið eftir Ágúst Einarsson og Axel Hall Útgefandur: Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík 2022. ISBN: 9789935473097
- ↑ „Ágúst Einarsson“. Alþingi. Sótt 9. apríl 2024.
- ↑ „Hvað hefur vísindamaðurinn Ágúst Einarsson rannsakað?“. Vísindavefurinn. Sótt 8. apríl 2024.