Árþúsund

(Endurbeint frá Þúsöld)

Árþúsund eða þúsöld (einnig kallað stóröld, aldatugur eða tíöld) er tímabil sem nær yfir 1000 ár .

Saga orðsins

breyta

Orðið árþúsund er ekki ýkja gamalt í íslensku, og talið að íslendingar hafi fengið það að láni úr dönsku (årtusind) um miðja 19. öld. Tveimur árum fyrir aldamótin 2000 hófst óopinber leit að íslensku orði sem gæti verið þýðing á enska orðinu millenium. Í greinaþætti Gísla Jónssonar, sem nefndist Íslenskt mál, og birtist í Morgunblaðinu í mörg ár, komu fram orðin þúsöld, en einnig tíöld, aldatugur og stóröld. Helgi Hálfdánarson stakk upp á orðinu stóröld, og var Gísli hrifnastur af því orði af þeim sem fram höfðu komið. [1] En þúsöld virtist hafa vinningin, enda var það almennt notað. Orðið árþúsund er þó enn sem komið það orð sem flestir kannast við sem orð yfir þúsund ár.

Orðið þúsöld

breyta

Orðið þúsöld er mjög ungt í málinu, og fer í raun ekki að sjást á prenti fyrr en árið 1999, og þá sem þýðing á enska orðinu millenium. Forskeytið þús- eins og í þúsund, þýðir í raun eitthvað stórt, og er líklega skylt orðinu þjós = kjötflykki. Þannig merkir orðið þúsund: stóra hundraðið. Þúsöld þýðir því stóra öldin, þ.e.a.s. 1000 ár.

Tengt efni

breyta

Tímaeiningar

breyta

Heimildir

breyta
  1. http://www.timarit.is/?issueID=439499&pageSelected=29&lang=0