Þórður Jónsson (smiður)

Þórður Jónsson (1874-1962) var smiður og bóndi á Mófellsstöðum í Skorradal. Hann varð blindur sjö ára gamall af völdum sjúkdóms. Hann hóf snemma smíðastörf og notaði í fyrstu á þau fjögur verkfæri sem til voru á heimili hans en það voru hamar, naglbítur, þjöl og sög. Hann gerði við tæki og smíðaði hrífur, orf, laupa, klyfbera og fleiri nytjatól. Á tvítugsaldri var hann fenginn til aðstoðar við smíði íbúðarhúss að Grund í Skorradal og þreifaði þar á handverkfærum sem hann hafði ekki kynnst áður. Hann lagði þau á minnið og hóf að smíða eigin áhöld og tók að sér viðameiri smíði. Þórður smíðaði ýmsa muni og áhöld, meðal annar smíðaði hann flókna sögunarvél eftir að hafa þreifað á slíkri vél á verkstæði í Reykjavík. Árið 2005 var haldin sýning í Safnahúsi Borgarness á smíðisgripum Þórðar.

Heimildir

breyta