Klyfberi er sérstakur bogalaga búnaður úr tré með tveimur tréslám sem notaður var til að hengja klyfjar á hesta. Fyrir vélaöld var hey flutt á hestum og allur varningur í og úr kaupstað. Fyrst var settur á hestinn reiðingur úr torfi. Það var mjúkt efni sem hlífði baki hestsins. Ofan á reiðinginn var settur klyfberi. Tréslár á klyfberanum lögðust að síðum hestsins. Á miðjum klyfbera voru tveir krókar þar sem hey var fest í með ull eða hrosshári. Nauðsynlegt var að klyfjar væru álíka miklar báðum megin á hestinum.

HeimildirBreyta