Þórður Gilsson
Þórður Gilsson (um 1085-1149) var íslenskur goðorðsmaður á Vesturlandi. Þórður bjó á Staðarfelli á Fellsströnd í Dölum. Foreldrar hans voru Gils Snorrason og Þórdís Guðlaugsdóttir.[1]
Þórður tók við Snorrungagoðorði (einnig nefnt Hvammverjagoðorð) af Ljóti Mánasyni, sonarsyni Snorra goða, en Snorri var einnig langafi Þórðar í móðurlegg og er Snorrungagoðorð kennt við hann.[2] Kona Þórðar hét Vigdís Svertingsdóttir og áttu þau fjögur börn sem komust á legg: Sturlu, Snorra, Þórdísi og Guðrúnu. Sturla er betur þekktur sem Hvamm-Sturla og var ættfaðir Sturlunga.[2]
- ↑ Páll Eggert Ólason (1952). Íslenzkar Æviskrár. Hið Íslenzka Bókmenntafélag. bls. 520.
- ↑ Stökkva upp til: 2,0 2,1 Sturlunga saga. Sturlunguútgáfan. 1946. bls. 64.