Goðorðsmaður
Goðorðsmaður var titill, sem á þjóðveldisöld var notaður um mann sem átti, eða hafði á hendi goðorð eða mannaforráð.
Goðorðsmenn höfðu að mörgu leyti svipað hlutverk og alþingismenn nú á dögum, þ.e. þeir áttu sæti á alþingi, en þeir fóru einnig með ákveðið framkvæmda- og dómsvald í heimahéraði sínu, stóðu fyrir héraðsþingum og fylgdu eftir dómum. Yfirleitt bjuggu þeir á stórbýlum, þar sem voru kirkjustaðir, og sáu um rekstur kirkna, þar til staðamál risu.
Goðorðsmenn voru stundum kallaðir goðar (eintala: goði), einkum í heiðnum sið, og höfðu þá einnig trúarlegt hlutverk. Þeir réðu fyrir hofi og stjórnuðu blótum.