Útgarða-Loki er jötunn í norrænni goðafræði. Hann er höfðingi í Útgörðum.

Skrýmir og Þór (c. 1891) eftir Louis Huard

Gylfaginning breyta

Útgarða-Loki kemur fyrir í Gylfaginningu[1] þar sem Þór, Loki, Þjálfi og Röskva eru á leið austur. Í miklum skógi í Jötunheimi sækja þau sér skjóls í skála sem sýnir sig að vera vöttur risans Skrýmis. Þau verða honum samferða daginn eftir og sofa eina nótt úti. Þór fer um nóttina og ber hamri sínum í höfuð Skrýmis þrisvar, hvert höggið öðru meira, án sjáanlegs árangurs nema að Skrýmir talar um að akarn hafi fallið. Eftir þriðju tilraun fer þó Skrýmir á fætur og varar þau við að vera með hroka í Útgarði. Skiljast þá leiðir. Um miðjan næsta dag koma þau að gríðarmiklum kastala og er það Útgarður. Eru þau boðin velkomin þar ef þau vinni afrek nokkuð. Þjálfi keppir við |Huga, Loki við |Loga og Þór drekkur fyrst úr horni og glímir svo við Elli. Ekki náðu goð og þjónar þeirra að sigra neitt þeirra, en fá þó að gista. Daginn eftir fylgir Útgarða-Loki þeim frá höllinni og spöl þaðan viðurkennir hann fyrir þeim að allt voru vélar hans; Skrýmir var hann sjálfur og mynduðust dalir eftir högg Þórs, Hugi var hugur hans, Logi var eldurinn, hornið var tengt í úthafið sjálft og Elli var ellin. Hvarf hann svo.

Gesta Danorum breyta

Í Gesta Danorum eftir Saxo er minnst á Utgarthilocus, en virðist það þó lýsingin passa betur við Loka. Þó er kenning að "Förin til Útgarða Loka" sé afbökun á sögn um Loka.[2]

Dægurmenning breyta

Dönsku teiknimyndasögurnar Goðheimar (eftir Peter Madsen) eru byggðar á Snorra Eddu. Útgarða-Loki er þar sem óvinurinn og Elli er sögð móðir hans.

Í Marvel Comics heiminum er Útgarða-Loki óvinur Þórs.[3]

Tungl Satúrnusar Skrymir er nefnt eftir honum.


Tilvísanir breyta

  1. Snorri Sturluson, Gylfaginning 45-47.
  2. Turville-Petre (1975:138).
  3. Thor #382 (Aug. 1987)