Ómar Ragnarsson - Krakkar mínir komið þið sæl

Krakkar mínir komið þið sæl er 33-snúninga LP-hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1965. Á henni flytur Ómar Ragnarsson jólalög fyrir börnin - Telpnakór aðstoðar - Útsetningar og hljómsveitarstjórn: Magnús Ingimarsson. Teikning á framhlið gerði Halldór Pétursson. Ljósmynd á bakhlið tók Kristján Magnússon. Platan var hljóðrituð hjá Ríkisútvarpinu. Hljómsveitina skipuðu Magnús Ingimarsson, Garðar Karlsson, Grettlr Björnsson, Gunnar Ormslev, Karl Lillendahl, Ólafur Gaukur, Pétur Björnsson, Svavar Gests og Vilhjálmur Guðjónsson.

Krakkar mínir komið þið sæl
Bakhlið
SG - 006
FlytjandiÓmar Ragnarsson
Gefin út1965
StefnaJólalög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
Hljóðdæmi

Lagalisti breyta

  1. Krakkar mínir komið þið sæl
  2. Heilræði jólasveinanna
  3. Jólasveinn, taktu í húfuna á þér
  4. Jólasveinarnir talast við
  5. Þegar Gáttaþefur missti nefið
  6. Jólin koma
  7. Ó, Grýla
  8. Gáttaþefur
  9. Skárri er það höllin
  10. Ég er svoddan jólasveinn

Textabrot af bakhlið plötuumslags breyta

 
Á þessari hljómplötu eru tíu lög við hæfi barnanna, léttar vísur, sem verða áreiðanlega öllum til skemmtunar. Þar ber fyrst að telja þrennar vísur eftir Þorstein Ö. Stephensen, sem fluttar voru í barnatíma Ríkisútvarpsins fyrir rúmlega tveimur áratugum. Vísur Þorsteins hrifu ungu kynslóðina þá og hrífa sennilega einnig þá ungu kynslóð, sem hlustar á þessa plötu. Allar hinar vísurnar eru eftir Ómar Ragnarsson, en þær hefur hann sumar flutt um jólin undanfarin ár, aðrar eru alveg nýjar. Tvennar vísur samdi Ómar í félagi við Hjálmar Gíslason. Vísur Ómars eru í öðrum anda en vísur Þorsteins, enda samdar tuttugu og fimm árum síðar. Jólasveinarnir, sem Ómar yrkir um, lenda í annars konar ævintýrum en jólasveinar Þorsteins, en gamanvísur eru þetta allt. Léttar og skemmtilegar vísur um jólin og jólasveinana, Grýlu og Leppalúða og svo auðvitað börnin sjálf.

Tíu telpur úr Langholtsskóla í Reykjavík syngja með Ómari í meirí hluta laganna og er hlutur þeirra á hljómplötunni ekki svo litill. Þær heita: Ásthildur Skjaldardóttir, Dóra Kristjánsdóttir, Elínborg Proppé, Guðrún Lára Helgadóttir, Kirstín Flygenring, Regína Gréta Pálsdóttir, Soffía Guðnadóttir, Sóldís Loftsdóttir, Vala Friðriksdóttir og Þuríður Sigurðardóttir.