Ólafur Magnússon (konungur)
(Endurbeint frá Ólafur Magnússon (Noregskonungur))
Ólafur Magnússon (f. 1099, d. 22. desember 1115) var konungur Noregs frá 1103 ásamt eldri bræðrum sínum, Eysteini og Sigurði Jórsalafara. Þeir voru allir synir Magnúsar berfætts en móðir Ólafs var frilla konungs, Sigríður Saxadóttir. Ólafur dó í Niðarósi 16 ára að aldri og er fátt vitað um hann. Hann er oft ekki talinn með í norsku kóngaröðinni og er til dæmis ekki nefndur Ólafur 4.; þá tölu ber Ólafur Hákonarson (1380-1387).
Heimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Olav Magnusson“ á norsku útgáfu Wikipedia. Sótt 29. desember 2009.
Fyrirrennari: Magnús berfættur |
|
Eftirmaður: Eysteinn Magnússon Sigurður Jórsalafari |