Ístaka á Tjörninni
Ístaka á Tjörninni fór fram í Reykjavík frá því fyrir aldamótin 1900 og fram á fjórða áratug 20. aldar. Margir verkamenn fengu vinnu þegar ís var tekinn og fluttur í íshús á sleðum.
Veturinn 1919 og 1920 voru teknir um 11.000 rúmmetrar af ís á Tjörninni og var ísinn notaður í íshúsin í Reykjavík (Ísfélagið við Faxaflóa, Herðubreið ofl) og til að ísa fisk fyrir siglingar með glænýjan fisk til Bretlands. Bæjarsjóður Reykjavíkur hafði af þessu nokkrar tekjur.
Fyrst kostaði ísinn ekkert af Tjörninni, en fljótlega var mönnum gert að tilkynna hve mikinn ís þeir tækju og síðar var ráðinn sérstakur eftirlitsmaður við ístökuna og árið 1915 segir svo í athugasemd með bæjarreikningum:
- Hagurinn af breytingunni var auðsær. Alls seldust 3.504 teningsmetrar íss fyrir kr. 1.226,40.
Stutt lýsing á ístöku
breytaÍstakan fór þannig fram, að ísinn var höggvinn og síðan sprengdur frá ísbrúninni með járnkörlum. Tveir menn stóðu þá á ísbrúninni og drógu jakana upp með miklum ístöngum. Íshellunum var svo raðað á sleða sem hestar drógu að geymslum íshúsa.
Svo segir frá Ístöku í Morgunblaðinu árið 1919:
Íshúsin eru nú sem óðast að birgja sig að ís, sem höggvinn er á Tjörninni. Er það framför í verkhyggni frá því sem áður var, að nú er hafður hestur til þess að koma ísnum inn í íshúsið í Tjarnargötu. Er gerður tréslóði neðan af götu og upp á loft, og eftir honum er ísinn dreginn í bandi og hesti beitt fyrir. Það er að vísu seinlegt verk og mundi betra og ódýrara að láta lítinn mótor til þess. Mætti nota hann til margs annars þá tíma ársins, sem ekki er verið að taka ís. [1] |