Íslensk og erlend dægurlög 1
Íslensk og erlend dægurlög 1 er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1954. Á henni flytur Sigurður Ólafsson tvö lög með hljómsveit Bjarna Böðvarssonar, Sigurveig Hjaltested og Alfreð Clausen flytja eitt lag með hljómsveit Carl Billich og Ingibjörg Þorbergs og Alfreð Clausen flytja lag með hljómsveit Josef Felzmann. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló. Prentun: Alþýðuprentsmiðjan.
Íslensk og erlend dægurlög 1 | |
---|---|
EXP-IM 2 | |
Flytjandi | Sigurður Ólafsson, Sigurveig Hjaltested, Ingibjörg Þorbergs, Alfreð Clausen |
Gefin út | 1954 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | Íslenzkir tónar |