Íslensk fjallagrös

Íslensk fjallagrös ehf er íslenskt fyrirtæki sem var stofnað árið 1993 en síðan árið 2001 hafa Prokaria ehf og Líf hf verið eigendur fyrirtækisins. Fyrirtækið framleiðir heilsuvörur úr íslenskum fjallagrösum (Cetraria islandica) sem safnað er í óbyggðum Íslands og flytur út vörur til meginlands Evrópu. Rannsóknir á fjallagrösum (in vitro) benda til að virku efnin, fjölsykrur og fléttusýrur mýki slímhúð í hálsi og maga og auki líkamlegan styrk, andlegan og líkamlegan kraft og almenna vellíðan. Markmið fyrirtækisins er að nýta auðlindir Íslands á sjálfbæran hátt og þróa og framleiða vörur sem eru hentugar og aðgengilega fyrir fólk.

Tenglar

breyta
   Þessi fyrirtækjagrein sem tengist heilsu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.