Prokaria er líftæknideild Matís og var stofnað var árið 1998. Fyrirtækið vinnur að þróun afurða fyrir matvæla-, efna-, heilsu-, og lyfjaiðnað sem byggir á aðferðafræði líftækni, örverufræði og sameindalíffræði.[1] Strax í upphafi var lögð áhersla á hitakærar örverur og ensím úr þeim og í dag er mikið af starfsemi deildarinnar byggð á áralöngum rannsóknum Prokaria á ensímum sem einangruð hafa verið úr hitakærum örverum. Stór þáttur í starfseminni felst í skimun og könnun á nýjum ensímum úr lífverum sem lifa við jaðarskilyrði lífs, háan hita, mikinn kulda, lágt sýrustig og svo framvegis til nota í iðnaði. Erfðagreiningasvið sem beytir erfðagreiningum í kynbótasafni í rannsóknum á stofnerfðafræði dýra var svo bætt við Prokaria árið 2004. [2]

Heimildir

breyta
  1. Líftækni http://www.matis.is/prokaria/liftaekni/ Geymt 7 júní 2008 í Wayback Machine
  2. Líftækni: þjónusta http://www.matis.is/prokaria Geymt 7 júní 2008 í Wayback Machine
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.