Íslandsbanki (aðgreining)
aðgreiningarsíða á Wikipediu
Þrír íslenskir bankar hafa borið nafnið Íslandsbanki:
- Íslandsbanki sem starfaði á árunum 1904-1930 en lagðist þá af, Útvegsbanki Íslands reis á grunni hans.
- Íslandsbanki sem stofnaður var 1990 með sameiningu Iðnaðarbankans, Alþýðubankans, Verslunarbankans og Útvegsbankans. Hann skipti um nafn 2006 og hét þá Glitnir banki.
- Íslandsbanki sem stofnaður 9. október 2008 á grundvelli neyðarlaganna og tók yfir íslenskar eignir og skuldbindingar Glitnis banka. Hann hét upphaflega Nýi Glitnir banki en tók upp nafnið Íslandsbanki 20. febrúar 2009.
Þetta er aðgreiningarsíða sem inniheldur tengla á ólíkar merkingar þessa orðs. Sjá allar greinar sem byrja á Íslandsbanki (aðgreining).