Íslands þúsund ár

(Endurbeint frá Ísland þúsund ár)

Ísland þúsund ár er leikin íslensk heimildarkvikmynd frá árinu 1997. Leikstjóri hennar er Erlendur Sveinsson en kvikmyndataka var í höndum Sigurðar Sverris Pálssonar. Kvikmyndin fjallar um sjósókn fyrri alda og gefur innsýn í lífsbaráttu íslenskra sjómanna á árabátatímanum þegar farið var í útróðra á opnum bátum. Kvikmyndin er sjálfstætt afsprengi heimildamyndarinnar Verstöðin Ísland frá 1991 og notar myndefni úr upphafsatriði þeirrar myndar. Í myndinni er sagt frá einum róðri sjö manna á sexæringi undir lok nítjándu aldar.

Íslands þúsund ár
LeikstjóriErlendur Sveinsson
HandritshöfundurErlendur Sveinsson
FramleiðandiKvikmyndaverstöðin
LeikararGunnar Leósson, Kristinn Jónsson frá Dröngum, Jarþrúður Ólafsdóttir og fleiri.
Frumsýning22. mars 1997
Lengd60 mín.
Tungumálíslenska
AldurstakmarkLeyfð

Leikmyndin úr myndinni, endurgerð verstöð í Ósvör við Bolungarvík er vinsæll ferðamannastaður.

Tenglar breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.