Ísabella 1. af Kastilíu

drottning kórónu kastilíu frá 1474 til 1504; fyrsta drottning dynastískt-sameinaðs Spánar frá 1479 til 1504

Ísabella 1. af Kastiliu (22. apríl 145126. nóvember 1504) var drottning Spánar frá 1474 þegar hún giftist Ferdinand 2. af Aragóníu og sameinaði með því ríkin tvö Kastilíu og Aragóníu í eitt ríki; Spán. Þrátt fyrir hjónabandið ríkti hún nánast ein yfir ríki sínu. Hún gerði margar endurbætur á ríkinu; endurskipulagði stjórnkerfið, dró úr tíðni glæpa og kom ríkinu úr skuldavanda sem bróðir hennar hafði sett það í.

Ísabella af Kastilíu

ÆviágripBreyta

Ísabella af Kastilíu var drottning Spánar frá 1474. Hún fæddist 22. apríl árið 1451 og lést þann 26. nóvember árið 1504, aðeins 53 ára að aldri. Þegar hún fæddist var hún næst í erfðaröðinni á eftir eldri bróður sínum, sem bar nafnið Hinrik IV af Kastilíu. Þegar Ísabella var aðeins 3 ára missti hún föður sinn. Þá fluttist hún með móður sinni og yngsta bróður, Alfons til Arévalo á mið Spáni, þar sem hún ólst upp. Ísabella var aðeins 18 ára gömul þegar hún giftist Ferdinand, þau voru gift þangað til að Ísabella dó eftir 35 ára hjónaband. Með hjónabandinu sameinuðu þau ríkin tvö Kastilíu og Aragóníu í eitt ríki sem er Spánn í dag.

Ísabella og Ferdinand eignuðust fjögur börn saman.  Jóhann var þeirra elstur, fæddur 30. júní árið 1478, en hann dó mjög ungur aðeins 19 ára. Jóhanna var næst elsta barn Ísabellu og Ferdinands. Hún fæddist 6. nóvember árið 1479, og lifði til 75 ára aldurs. María fæddist 29. júní árið 1482, og lést 34 ára gömul. Yngsta barn Ísabellu og Ferdinands fæddist 16. desember árið 1485. Hún giftist tvisvar og lést 50 ára aldri.

 
Alhambra kastalinn í Granada
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.