Guðbjörg Matthíasdóttir

íslensk athafnakona

Guðbjörg Magnea Matthíasdóttir (f. 14. mars 1952) er útgerðarkona í Vestmannaeyjum og athafnakona. Guðbjörg var gift Sigurði Einarssyni, útgerðar- og athafnamanni í Vestmannaeyjum, en hann lést langt um aldur fram 4. október árið 2000. Guðbjörg er einn helsti eigandi Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins. Guðbjörg varð hæsti skattgreiðandi Íslands árið 2010, fyrst kvenna.[1]

Guðbjörg er kennari að mennt og starfaði lengi við kennslu. Þegar Sigurður eiginmaður hennar lést skildi hann eftir sig Ísfélag Vestmannaeyja. Hann hafði einnig keypt hlutabréf í Tryggingamiðstöðinni árið 1996. Guðbjörg er núna einn helsti eigandi Ísfélagsins hf. Hún situr í stjórn Fram ehf ásamt syni sínum Sigurði, en það félag er stofnandi Kristins ehf., félags sem komst í fréttirnar þegar Guðbjörg seldi bréf sín í Glitni á síðustu dögum fyrir bankahrunið 2008.

Tilvísanir

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.