Árabátaöld er tímabil í sögu fiskveiða við Ísland sem einkennist af því að róið út á fiskimið á árabátum. Þetta á við tímabilið frá um 1300 fram til 1800. Fyrri hluti tímabilsins hefur verið nefndur fiskveiðaöld og það einkenndist af uppgangi, mikilli eftirspurn eftir íslenskum sjávarafurðum, einkum skreið. Þegar kom fram undir miðja 16. öld hófst tímabil stöðnunar og hnignunar. Minnkandi eftirspurn eftir skreið olli verðfalli og breytt verslunarfyrirkomulag með verslunareinokun var sjávarútvegi óhagstætt.

Skútuöld tók við af árabátaöld. Skúli Magnússon landfógeti beitti sér fyrir að stofnað var félag um verksmiðjurekstur og þilskipaútgerð og keypti félagið, sem nefnt var Innréttingarnar, tvær húkkortur Friðriksósk og Friðriksvon til að kenna Íslendingum að nota segl og stýri. Skipin sigldu til Íslands árið 1752. Einnig lét Skúli smíða jakt í Örfirisey.

Heimild

breyta

Saga sjávarútvegs á Íslandi, I. bindi Geymt 24 október 2020 í Wayback Machine