Ábendingarfornafn
Ábendingarfornöfn (skammstafað sem áfn.) eru fornöfn[1] (áður fyrr nefnt vísifornafn) sem „benda á“ aðra hluti eða fyrirbæri en þaðan er kemur nafnið.
Ábendingarfornöfn í íslensku
breytaÍ íslensku eru aðeins þrjú orð sem flokkast sem ábendingarfornöfn en það eru fornöfnin sá, þessi og hinn.[1]
Hitt beygist eins og greinirinn nema í nefnifalli og þolfalli í hvorugkyni þar sem ábendingarfornafnið er hitt en greinirinn hið.[2]
Sá og þessi beygjast þannig:
kk. | kvk. | hk. | |
---|---|---|---|
nf. et. | sá | sú | það |
þf. et. | þann | þá | það |
þgf. et. | þeim | þeirri | því |
ef. et. | þess | þeirrar | þess |
nf. ft. | þeir | þær | þau |
þf. ft. | þá | þær | þau |
þgf. ft. | þeim | þeim | þeim |
ef. ft. | þeirra | þeirra | þeirra |
Hinn | kk. | kvk. | hk. |
---|---|---|---|
nf. et. | þessi | þessi | þetta |
þf. et. | þennan | þessa | þetta |
þgf. et. | þessum | þessari | þessu |
ef. et. | þessa | þessarar | þessa |
nf. ft. | þessir | þessar | þessi |
þf. ft. | þessa | þessar | þessi |
þgf. ft. | þessum | þessum | þessum |
ef. ft. | þessara | þessara | þessara |
Eins og greinir tengja hliðstæð ábendingarfornöfn nafnorðið sem þau standa með við þekktar persónur, hluti eða hugmyndir; þessi maður er ágætis náungi, hinn maðurinn er óþokki.
Sérstæð ábendingarfornöfn jafngilda fornafni og nafnorði; sá er góður.
Óákveðin ábendingarfornöfn eru orðin slíkur, sjálfur, samur (sami), þvílíkur og beygjast þau sem sterk lýsingarorð.
Tengt efni
breyta- Ábendingarorð (orð sem breyta um merkingu eftir samhengi)
Heimildir
breyta- Þórunn Blöndal (1985). Almenn málfræði. Mál og menning.
- „Hvað er þetta?“. Vísindavefurinn.
Neðanmálsgreinar
breyta- ↑ 1,0 1,1 „Hugtakaskýringar - Málfræði“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. ágúst 2010. Sótt 23. júlí 2010.
- ↑ „Beyging orðsins „hinn"“. á Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls