Zuzana Čaputová

Forseti Slóvakíu
(Endurbeint frá Zuzana Caputova)

Zuzana Čaputová (f. 21. júní 1973) er slóvakískur stjórnmálamaður, lögfræðingur og aðgerðasinni og fyrrverandi forseti Slóvakíu. Hún var kjörin forseti í mars árið 2019 og tók við embættinu þann 15. júní sama ár. Čaputová er fyrsti kvenforseti Slóvakíu og auk þess yngsti forseti í sögu landsins.

Zuzana Čaputová
Čaputová árið 2021.
Forseti Slóvakíu
Í embætti
15. júní 2019 – 15. júní 2024
ForsætisráðherraPeter Pellegrini
Igor Matovič
Eduard Heger
Ľudovít Ódor
Robert Fico
ForveriAndrej Kiska
EftirmaðurPeter Pellegrini
Persónulegar upplýsingar
Fædd21. júní 1973 (1973-06-21) (51 árs)
Bratislava, Tékkóslóvakíu
ÞjóðerniSlóvakísk
MakiIvan Čaputa (skilin)
Peter Konečný
Börn2
StarfLögfræðingur, stjórnmálamaður
Undirskrift

Čaputová varð þjóðþekkt í Slóvakíu fyrir störf sín sem umhverfislögfræðingur. Hún leiddi tíu ára baráttu gegn því að ríkisstjórn Slóvakíu leyfði byggingu nýrra urðunarstaða nálægt heimabæ hennar, Pezinok. Umhverfissinnar færðu rök fyrir því að urðunarstaðurinn myndi hafa neikvæð áhrif á heilsu borgarbúa með því að menga jörð, loft og vatn í kringum borgina. Čaputová og bandamenn hennar unnu baráttuna árið 2013 þegar hæstiréttur Slóvakíu úrskurðaði að gerð urðunarstaðsins stæðist ekki lög.[1] Čaputová vann Goldman-umhverfisverðlaunin árið 2016 fyrir að leiða baráttuna gegn urðunarstaðnum.[2]

Čaputová ákvað að bjóða sig fram til forseta Slóvakíu eftir að blaðamaðurinn Ján Kuciak var myrtur ásamt konu sinni á heimili sínu árið 2018. Lögreglan í Slóvakíu ályktaði að Kuciak hefði verið myrtur vegna rannsóknarblaðamennsku sinnar á tengslum stjórnmálamanna við skipulagða glæpastarfsemi.[3] Čaputová lagði áherslu á baráttu gegn spillingu og talaði einnig fyrir réttindum aldraðra og minnihlutahópa, umhverfisvernd og umbótum á réttarkerfinu til að færa völd lögreglu og dómstóla burt frá stjórnmálamönnum

Čaputová vann sigur í annarri umferð slóvakísku forsetakosninganna þann 30. mars árið 2019 með 58,38% atkvæða á móti Maroš Šefčovič, framkvæmdastjóra orkumála hjá Evrópusambandinu.[4]

Čaputová tilkynnti þann 20. júní 2023 að hún hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri og vísaði til álags í tengslum við fjórar alvarlegar kreppur á kjörtímabili hennar: kórónuveirufaraldurinn, stríð Rússa í Úkraínu, orkukreppuna og mikla verðbólgu.[5]

Tilvísanir

breyta
  1. „From attorney and activist to president of Slovakia. Who is Zuzana Čaputová?“ (enska). The Slovak Spectator. Sótt 3. apríl 2019.
  2. „Zuzana Čaputová“ (enska). Goldman Environmental Foundation. Sótt 3. apríl 2019.
  3. Lovísa Arnardóttir (31. mars 2019). „Fyrst kvenna til að verða for­­seti“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. október 2021. Sótt 3. apríl 2019.
  4. „Slóvakía: Andúð á spillingu réð vali á forseta“. Varðberg. 1. apríl 2019. Sótt 3. apríl 2019.
  5. „Reakcie na rozhodnutie prezidentky / Pavel vyjadril Čaputovej uznanie, Kiska cíti smútok a Smer ju kritizuje“. Postoj.sk (slóvakíska). Sótt 29. júní 2023.


Fyrirrennari:
Andrej Kiska
Forseti Slóvakíu
(15. júní 201915. júní 2024)
Eftirmaður:
Peter Pellegrini