Sambesí

(Endurbeint frá Zambezi)

Sambesí eða Sambesífljót er fjórða lengsta fljót í Afríku og það stærsta sem rennur í Indlandshaf. Vatnasvið þess er 1.329.965 km² að stærð, eilítið minna en helmingur vatnasviðs Nílar. Sambesí er 2.750 km langt. Það á upptök sín í Sambíu, rennur svo gegnum Angóla og síðan eftir landamærum Simbabve og Sambíu til Mósambík þar sem það rennur út í Indlandshaf.

Viktoríufossar í Sambesífljóti.

Í Sambesí eru Viktoríufossar, eitt af stærstu vatnsföllum heims, en aðrir stórir fossar eru Chavumafossar við landamæri Sambíu og Angóla, og Ngonyefossar í vesturhluta Sambíu. Allt fljótið er einungis brúað á fjórum stöðum: við Chinyingi, Viktoríufossa, Chirundu og Tete.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.