Ytra-Hvarf

(Endurbeint frá Ytrahvarf)

Ytra-Hvarf er bær í Svarfaðardal. Hann er austan Svarfaðardalsár nálægt dalamótum Svarfaðardals og Skíðadals og um 10 km frá Dalvík. Ofan bæjarins er Hvarfsfjall og nokkru innan hans er Hvarfið, stórt berghlaup sem fallið hefur úr Hvarfsfjalli. Berghlaupshólarnir loka mynni Skíðadals. Bærinn Syðra-Hvarf er sunnan hólanna. Ytra-Hvarf er, og hefur lengi þótt, góð bújörð með stór og flatlend tún og bithaga í fjalli. Bæjarins er ekki getið í rituðum heimildum fyrr en á 16. öld en líklega hefur hann byggst snemma á öldum. Í lok 19. aldar var Jóhann Jónsson (1836-1901) bóndi á Hvarfi og Solveig Jónsdóttir kona hans. Jóhann var einn helsti forsvarsmaður Svarfdælinga á sínum tíma, oddviti, hreppstjóri og sýslunefndarmaður. Hann var einn af stofnendum Búnaðarfélags og Sparisjóðs Svarfdæla og kom víða við í menningarmálum sveitarinnar.[1]

Ytrahvarf í Svarfaðardal (mars 2008)

Hvarfsfólkið hefur lengi verið þekkt fyrir tónlistargáfur og landsþekkt hljómlistafólk er þaðan runnið.

Tónlistarfólk ættað frá eða tengt Ytra-Hvarfi:

Heimildir Breyta

  1. Björn R. Árnason 1960. Sterkir stofnar. Þættir af Norðlendingum. Kvöldvökuútgáfan, Akureyri.