Ytra-Garðshorn

(Endurbeint frá Ytragarðshorn)

Ytra-Garðshorn í Svarfaðardal er í miðjum dal vestan Svarfaðardalsár um 8 km frá Dalvík. Þar var lengi stundaður blandaður búskapur og loðdýrarækt. Nú er þar helsti golfvöllur byggðarlagsins, Arnarholtsvöllur. Á Arnarholti var forn kumlateigur sem grafinn var upp og rannsakaður um miðja 20. öld. Þar er talið að margir af frumbyggjum Svarfaðardals hafi verið heygðir. Á holtinu er minnismerki um landnámsmenn dalsins. Landnámsjörðin Grund er næsti bær utan við Garðshorn. Ytra-Garðshorn var til forna nefnt Grundargarðshorn og hefur líklega upphaflega byggst út úr landi Grundar. Hjalti Haraldsson (1917-2002) bjó í Ytra-Garðshorni. Hann var hagyrðingur og skáld gott og lengi oddviti Svarfaðardalshrepps. Einnig sat hann á Alþingi úm hríð.

Golfskálinn við Arnarholtsvöll í Landi Ytra-Garðshorns.