Young Royals eru sænskir sjónvarpsþættir sem voru skapaðir af Lisa Arnbjörn, Lars Beckung og Camilla Holter. Þættirnir hófu göngu sína þann 1. júlí 2021 þegar fyrstu seríunni var streymt inn á Netflix. Serían gerist í menntaskólanum Hillerska, sem er heimarvistarskóli fyrir yfirstéttarkrakka, og fjallar um prins Wilhelm sem er annar í erfðaröðinni að sænsku krúnunni. Þar sjáum við hann feta sín fyrstu skref í menntaskóla, kynnast fyrstu ástinni og öllu því drama sem fylgir unglingsárunum.

Young Royals
Búið til afLisa Ambjörn

Lars Beckung

Camilla Holter
HandritLisa Ambjörn

Sofie Forsman

Tove Forsman
LeikstjóriRojda Sekersöz Erika Calmeyer
LeikararEdvin Ryding

Omar Rudberg

Malte Gårdinger

Frida Argento

Nikita Uggla

Pernilla August

Nathalie Varli

Carmen Gloria Pérez

Ivar Forsling

Ingela Olsson
Upprunaland Svíþjóð
FrummálSænska
Fjöldi þátta6
Framleiðsla
Lengd þáttar40 - 50 mín
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðNetflix
Sýnt1. júlí 2021 –
Tenglar
IMDb tengill

Söguþráður

breyta

Sería 1

breyta

Fyrsta sería hefst á því að prins Wilhelm, yngri sonur Kristinu drottingar af Svíþjóð, lendir í slagsmálum þar sem hann er að skemmta sér á næturklúbbi. Til þess að halda heiðri konungsfjölskyldunar er Wilhelm sendur í Hillerska heimavistarskólann þar sem eldri bróðir hans, Erik, lærði. Við kynnumst fljótlega öðrum nemendum í skólanum eins og August, sem er frændi Wilhelms og þriðja árs nemi, sem tekur Wilhelm undir sinn væng til að byrja með í skólanum. Aðrir nemendur eru m.a. Felice, sem er yfirstéttarstúlka sem á í erfiðleikum með að standast kröfur foreldra sinna og svo systkinin Simon og Sara sem eru ekki hluti af yfirstéttarkrökkunum heldur eru börn einstæðrar móður sem innflytjendi frá Rómensku Ameríku. Þau búa í Bjärstad sem er bær í nágrenninu og taka strætó í skólann. Simon syngur einnig í skólakórnum og fær oft að syngja sóló. Í fyrstu er Wilhelm afar óánægður yfir því að hafa verið sendur í skólann en það breytist fljótt þegar hann fer að kynnast hinum nemendunum og gengur til liðs við siglingaliðið.

Felice er heltekin af Wilhelm og þráir ekkert heitar en að þau verði kærustupar. Wilhelm hefur lítinn áhuga á því þar sem hann er fljótt orðinn ástfanginn af Simon. Simon sýnir honum hvernig líf utan yfirstéttarinnar er þar sem þeir fara saman á fótboltaleik og fá sér pylsu. Sara, sem er með Asbergers og ADHD, vingast við Felice og hjálpar henni að sjá um hestinn sinn. Felice hefur nefnilega engan áhuga á reiðmennsku en stundar það, þrátt fyrir hræðslu sína á hestum, því móðir hennar vill að hún geri það.

Wilhelm er rétt að byrja að átta sig á því að hann er hrifinn af strák þegar líf hans gjörsamlega umturnast. Bróðir hans Erik deyr í bílslysi. Það veldur því að skyndilega er Wilhelm orðinn krónprins Svíþjóðar. Wilhelm snýr aftur í skólann þar sem hann reynir að takast á við sorgina og á sama tíma samband sitt við Simon. Eina nóttina þar sem Simon og Wilhelm eru í ástaratlotum sér August til þeirra innum glugga og tekur þá upp á myndband án þeirra vitundar. August veit í fyrstu ekki hvað hann á að gera við videóið en ákveður síðan að dreifa því á netinu eftir að Wilhelm lætur það útúr sér við vini August að fjölskylda hans sé gjaldþrota og að August hafi ekki lengur efni á að vera í skólanum.

Myndbandið breiðist út eins og eldur um sinu á netinu og veldur alþjóðlegu hneyksli. Kristina drottning neyðir Wilhelm til að koma opinberlega fram í viðtali og neita því að hann sé annar strákurinn í videóinu. Þar með brýtur hann hjarta Simon sem stóð í þeirri meiningu að Wilhelm ætlaði að koma út úr skápnum. Wilhelm heimsækir Simon eftir viðtalið þar sem Simon segir honum að hann vilji ekki vera í leynilegu ástarsambandi þegar Wilhelm stingur upp á því. Þeir slíta því sambandi sínu en síðasta daginn í skólanum fyrir jólafrí kveðjast þeir þar sem Wilhelm faðmar Simon og segir honum að hann sé ástfanginn af honum.

Sería 2

breyta

Þáttur 1

breyta

Wilhelm hefur eitt jólafríinu sínu einmanna í höllinni. Drottningin, móðir hans, vill reyna að tala við hann en Wilhelm finnst hún hafa svikið sig og vill ekkert með hana hafa. Simon kynnist Marcus sem er kunningi Söru. Sara fær skólastyrk til þess að flytja inn á heimavistina. Stelpurnar halda busavíxlu fyrir Söru til að bjóða hana velkomna á heimavistina. Eftir mönun frá stelpunum laumar Sara sér inn í partý hjá þriðja árs nemunum og kveikir í fána. Simon fær far hjá Marcus upp í skóla til að finna Söru. Í partýinu rekst hann á Wilhelm sem sér hann fá far aftur til baka með Marcus. Wilhelm er æfur út í frænda sinn, August, vegna myndbandsins og vill ná hefndum. Hann reynir hvað sem hann getur til að eyðileggja orðspor August innan skólans. August heldur að Sara hafi sagt Wilhelm að hann hafi póstað videóinu þegar Wilhelm frétti það í raun og veru frá Felice. Wilhelm sér videó af Simon og Marcus syngja saman í karaoke og gjörsamlega brotnar niður. Hann hringir bálreiður í móður sína og allt konunglega teymið. Hann bölvar þeim fyrir að þvinga sig til þess að neita sambandi sínu við Simon og hótar að afsala sér krónprinstitlinum.

Þáttur 2

breyta

Það er afmælisdagur Söru og hún fær reiðbuxur af flottustu og dýrustu gerð frá vinkonum sínum. Henni finnst óþæginlegt að fá svona dýra gjöf og það sem gerir það enn verra er að hún fær líka nýjar reiðbuxur frá mömmu sinni og Simon bara ekki eins flottar buxur. Wilhelm nýtir hvert tækifæri til þess að niðurlægja August og sannfærir þriðja árs nemana um að fjarlægja hann sem formann nemenda og fyrirliða í róðurliðinu. Drottningin er ekki parsátt við hvernig Wilhelm hótaði sér í símann og skipar að Wilhelm hætti í skólanum og sendir konunglega fulltrúa til að sækja hann. Wilhelm vill alls ekki yfirgefa skólann og streitist á móti. Þau ræða loks saman í síma og drottningin útskýrir fyrir honum að það sé betra fyrir hann sem prins að halda persónulegum samböndum sínum í felum og að hún sé tilbúin til þess að ræða hlutina þegar hann verður 18 ára. Hún krefst þess að hann sæki tíma hjá skóla sálfræðinginum sem hann samþykkir með þeim skilyrðum að hann þurfi ekki að hafa lífverði öllum stundum í skólanum. Á meðan þessu stendur bíðan hinir nemendurnir átekta. Simon reynir að hjálpa Wilhelm með því að biðla til skólastjórans án árangurs. Wilhelm fær að vera áfram í skólanum. Hann segir Simon hvernig fór og stingur aftur upp á leynilegu ástarsamband a.m.k. þar til þeir verði 18 ára sem Simon neitar aftur. Simon fer á deit með Marcus. Sara fattar að það var Felice sem sagði Wilhelm að August hefði póstað videóinu. Wilhelm og Felice fara að skjóta leirdúfur en strákurinn sem sér um skotvopnin er Marcus. Wilhelm er fullur afbrýðissemi og ekki hjálpar það þegar Simon neitar því að þekkja Marcus.

Þáttur 3

breyta

August er orðinn örvættingafullur um að það muni komast upp um hann vegna myndbandsins. Hann ákveður því að tala við stjúpföður sinn sem er lögfræðingur. Wilhelm byrjar að opnar sig við skólasálfræðinginn. Wilhelm og Simon lenda saman í hópverkefni í skólanum ásamt Söru og Henry. Simon segir Wilhelm að hann og Marcus séu ekki í sambandi. Róðrar liðið tekur þátt í keppni innan skólans sem þeir tapa. Vincent nýji fyrirliði liðsins kennir Simon um og Simon hættir í liðinu. Marcus mætir á svæðið til að hughreysta Simon og kyssir hann sem Wilhelm sér. Drottningin býður August á fund til sín þar sem hún tilkynnir honum að hann sé næstur í erfðarröðinni á eftir Wilhelm. Hún segir honum að vera tilbúinn til þess að flytja ræðu fyrir afmæli skólans þ.e.a.s. ef Wilhelm treystir sér ekki til þess að flytja ræðuna. Wilhelm er niðurbrotinn vegna Simon og Marcus. Wilhelm kyssir Felice sem Henry óvart sér.

Þáttur 4

breyta

Allir krakkarnir eru búnir að frétta um Wilhelm og Felice. Simon er afbrýðissamur og þeir Wilhelm rífast. Felice ásakar Wilhelm um að hafa notað sig þar sem Wilhelm kyssti hana bara til þess að gera Simon afbrýðissamann. Wilhelm biður hana afsökunnar og þau verða aftur vinir. Valentínusarballið er á næsta leiti og undirbúningur fyrir 18. aldar þema í hámarki. Simon bíður Marcus með sér á ballið sem afþakkar og segir að böll séu ekki fyrir sig. August fær símtal frá höllinni þar sem farið er yfir plan hans sem krúnuerfingi næstu 10 árin og hann fær létt sjokk yfir öllum reglum og skyldum sem fylgja starfinu. August segir Söru að hann sé næstur í erfðarröðinni á eftir Wilhelm. Þau eru búin að vera í leynilegu sambandi í einhverntíma en nú bíður August henni að koma með sér á ballið en hún afþakkar því hún er hrædd um hvernig Felice og hinar stelpurnar myndu bregðast við. Marcus snýst hugur og fer með Simon á ballið. Simon er hins vegar með allan hugan á Wilhelm. Wilhelm ákveður að hann þurfi að sætta sig við að Simon og Marcus séu saman og segir Simon það. Simon verður þá miður sín og eltir Wilhelm úr skóla byggingunni. Þeir enda á því að kyssast og líkur ballinu á því að Simon syngur sóló með frumsömdum texta með skólakórnum.

Þáttur 5

breyta

Ráðgjafi drottningarinnar Jan-Olof kemur til að hlýða á skólakórinn. Hann ákveður að kórinn skuli syngja gamla skólasönginn í upprunalegri útgáfu en ekki nýja textann eftir Simon. Simon verður reiður yfir þessu og kennir Wilhelm um sem botnar ekki í neinu þar til að Simon þarf að útskýra fyrir honum að textinn sé um Wilhelm og að konungsfjölskyldan vilji ekki að þeir séu bendlaðir saman. Wilhelm segir loks Simon að það hafi verið August sem póstaði videóinu. Drottningin segir Wilhelm að August sé næstur í erfðarröðinni og ef Wilhelm flytji ekki ræðuna á afmælishátíðinni muni August gera það í staðinn. Foreldrar Felice selja, Roussau, hestinn hennar sem er uppáhald Söru sem verður mjög leið. Wilhelm segir Simon að August sé næstur í erfðarröðinni. Af þeirri ástæðu gæti Wilhelm afsalað sér krúnunni til þess að þeir gætu verið saman en ef Simon fer og tilkynnir August til lögreglunnar þá hafi þeir ekki lengur þann möguleika. Simon ákveður samt sem áður að rétta leiðin sé að tilkynna August og Wilhelm styður hann í því.

Þáttur 6

breyta

Simon slítur sambandi sínu við Marcus. August sannfærir Alexander um að taka á sig alla sök varðandi videóið og hótar að ef Simon tilkynni hann til lögreglunnar muni hann tilkynna að Simon hafi selt sér dóp. Sara segir Felice frá sambandi þeirra August og Felice verður reið. Wilhelm og Simon eru brjálaðir út í August og Wilhelm hótar honum með byssu. Sara viðurkennir að hafa sagt August að Simon hafi ætlað til lögreglunnar. Simon finnst Sara hafa svikið sig og hættir við að fara til lögreglunnar. Áður enn afmælishátíðin hefst segir Simon Wilhelm að hann vilji vera í sambandi með honum þó að þeir þurfi að fela það. Simon enda á því að segja Wilhelm að hann elski hann. Sara tilkynnir August til lögreglunnar. Wilhelm flytur ræðuna en gerir hana að sinni og talar um mikilvægi þess að vera hreinskilinn og það sé engum hollt að halda hlutum leyndum. Hann endar svo ræðuna á því að tilkynna opinberlega að hann hafi logið og að hann sé hinn strákurinn í vídeóinu.

Hlutverk

breyta
  • Edvin Ryding sem prins Wilhelm af Svíþjóð, oftast kallaður „Wille“.
  • Omar Rudberg sem Simon Eriksson, alþýðustrákur sem býr ekki á heimavistinni. Bróðir Söru.
  • Malte Gårdinger sem August af Årnäs. Frændi Wilhelm og Erik, þriðja árs nemi og fyrirliði siglingaliðsins.
  • Frida Argento sem Sara Eriksson, alþýðustelpa sem býr ekki á heimavistinni. Systir Simon.
  • Nikita Uggla sem Felice Ehrencrona, yfirstéttarstelpa og nemandi við heimavistarskólann.
  • Pernilla August sem Kristina drottning af Svíþjóð. Mamma Wilhelm og Erik.
  • Nathalie Varli sem Madison McCoy, erlendur nemandi og vinkona Felice.
  • Carmen Gloria Pérez sem Linda, mamma Simon og Söru.
  • Ivar Forsling sem krónprins Erik af Svíþjóð. Eldri bróðir Wilhelm.
  • Ingela Olsson sem Anette Lilja, skólameistari Hillerska

Önnur hlutverk

breyta
  • Inti Zamora Sobrado sem Ayub, vinur Simons frá Bjärstad.
  • Beri Gerwise sem Rosh, vinkona Simons frá Bjärstad.
  • Nils Wetterholm sem Vincent, vinur August og nemandi í Hillerska.
  • Samuel Astor sem Nils, vinur August og nemandi í Hillerska.
  • Fabian Penje sem Henry, nemandi í Hillerska.
  • Felicia Truedsson sem Stella, vinkona Felice og nemandi í Hillerska.
  • Mimmi Cyon sem Fredrika, vinkona Felice og nemandi í Hillerska.
  • Uno Elger sem Walter, nemandi í Hillerska.
  • Xiao-Long Rathje Zhao sem Alexander, nemandi í Hillerska.

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Young Royals“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt Ágúst 2021.