Janka Kúpala
hvít-rússneskt skáld og rithöfundur (1882-1942)
(Endurbeint frá Yanka Kupala)
Janka Kúpala (hvítrússneska:Янка Купала, Іван Дамінікавіч Луцэвіч; 1882 – 1942) var rithöfundur og ljóðskáld frá Hvíta-Rússlandi. Kupala var af bændaættum. Hann flutti frá Hvíta-Rússlandi til Vilnius árið 1908. Ljóðasafn hans Жалейка var gert upptækt af stjórnvöldum. Hann fór til Pétursborgar árið 1909 en sneri aftur til Vilnius árið 1913. Hann varð fyrir áhrifum frá rússneskum rithöfundum eins og Maxim Gorky. Verk Kupala breyttust eftir Októberbyltinguna 1917. Þegar Hvíta-Rússland var hernumið af Nasistum árið 1941 flutti hann til Moskvu og síðan til Tatarstan. Hann dó árið 1942 þegar hann féll úr stiga í Hótel Moskvu. Kupala varð tákn um menningu Hvít-Rússa á Sovéttímanum.
Tenglar
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Janka Kúpala.
- Sonnettur eftir Yanka Kupala Geymt 16 mars 2012 í Wayback Machine