Yacht Club de France

Yacht Club de France er franskt siglingafélag með höfuðstöðvar í París. Félagið var stofnað 15. júní árið 1867 í valdatíð Napóleons 3. Meðal frægra félaga í siglingafélaginu eru Jules Verne, Jean-Baptiste Charcot, Virginie Heriot, Paul Chauchard, Jean Decazes, Éric Tabarly og Olivier de Kersauson.

Höfuðstöðvar Yacht Club de France í París.

Yacht Club de France var æðsta vald í siglingakeppnum í Frakklandi framan af og átti þátt í stofnun Alþjóða kappsiglingasambandsins 1907. Árið 1946 var Siglingasamband Frakklands stofnað og tók við þessu hlutverki.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.