Yacht Club de France

Yacht Club de France er franskt siglingafélag með höfuðstöðvar í París. Félagið var stofnað 15. júní árið 1867 í valdatíð Napóleons 3. Meðal frægra félaga í siglingafélaginu eru Jules Verne, Jean-Baptiste Charcot, Virginie Heriot, Paul Chauchard, Jean Decazes, Éric Tabarly og Olivier de Kersauson.

Höfuðstöðvar Yacht Club de France í París.

Yacht Club de France var æðsta vald í siglingakeppnum í Frakklandi framan af og átti þátt í stofnun Alþjóða kappsiglingasambandsins 1907. Árið 1946 var Siglingasamband Frakklands stofnað og tók við þessu hlutverki.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.