Glæður

(Endurbeint frá Xanthoria)

Glæður (fræðiheiti: Xanthoria) er ættkvísl fléttna af glæðuætt. Glæður hafa blaðkennt þal sem inniheldur gula litarefnið parietín. Þannig er auðvelt að greina þær frá merlum sem hafa hrúðurkennt þal.[1]

Glæður
Veggjaglæða (X. parietina) í Suður-Þýskalandi.
Veggjaglæða (X. parietina) í Suður-Þýskalandi.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Fungi
Fylking: Ascomycota
Flokkur: Lecanoromycetes
Ættbálkur: Teloschistales
Ætt: Glæðuætt (Teloschistaceae)
Ættkvísl: Glæður (Xanthoria)

Á Íslandi finnst aðeins ein tegund af glæðum, veggjaglæða (X. parietina). Áður voru fleiri ættkvíslir taldar til ættkvíslar glæða en nýlega hafa erfðafræðirannsóknir leitt í ljós að þær tilheyra öðrum ættkvíslum og þær hafa því verið greindar frá glæðum.[1] Á Íslandi eru fjórar tegundir sem áður flokkuðust til ættkvíslar glæða[2] en hafa nýlega verið greindar frá glæðum en bera enn heiti sem endar á -glæða. Þær eru klettaglæða (Rusavskia elegans), hellisglæða (R. sorediata), reyniglæða (Polycauloina polycarpa) og fuglaglæða (P. candelaria).[1]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. ISBN 978-9979-66-347-8
  2. Hörður Kristinsson & Starri Heiðmarsson (2009). Skrá yfir fléttur á Íslandi. Sótt þann 8. janúar 2019 af vefsvæði Flóru Íslands.
   Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.