Veggjaglæða
Veggjaglæða (fræðiheiti: Xanthoria parietina[1]), stundum einnig nefnd veggmosi,[1] viðarmosi[1] eða veggjaskóf,[1] er fléttutegund af glæðuætt. Hún finnst á Íslandi þar sem hafrænt loftslag ríkir.[1]
Veggjaglæða | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Veggjaglæða í Hollandi.
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Xanthoria parietina |
Útlit
breytaVeggjaglæða er gul og mött að ofan en þalið er hvíttleitt að neðan og jaðrarnir lítið eitt uppflettir. Askhirslur eru algengar, appelsínugular að lit með ljósari þalrönd.[1]
Gró veggjaglæðu eru átta í aski, glær, tvíhólfa með þykkum millivegg, 10-15 µm x 5,5-9 µm að stærð.[1]
Búsvæði
breytaVeggjaglæða vex á klettum og er sérstaklega algeng við ströndina. Hún er algeng á Suðurlandi, Vesturlandi og norður eftir Austfjörðum en er mjög sjaldgæf á Norðurlandi.[1]
Nytjar
breytaÁður fyrr var ráðlagt að nota veggjaglæðu til að lækna gulusótt.[2]
Efnafræði
breytaEins og aðrar tegundir af glæðuætt inniheldur veggjaglæðan gula litarefnið parietín.[1]