Veggjaglæða (fræðiheiti: Xanthoria parietina[1]), stundum einnig nefnd veggmosi,[1] viðarmosi[1] eða veggjaskóf,[1] er fléttutegund af glæðuætt. Hún finnst á Íslandi þar sem hafrænt loftslag ríkir.[1]

Veggjaglæða
Veggjaglæða í Hollandi.
Veggjaglæða í Hollandi.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Lecanoromycetes
Ættbálkur: Teloschistales
Ætt: Glæðuætt (Teloschistaceae)
Ættkvísl: Glæður (Xanthoria)
Tegund:
Veggjaglæða (X. parietina)

Tvínefni
Xanthoria parietina

Útlit breyta

Veggjaglæða er gul og mött að ofan en þalið er hvíttleitt að neðan og jaðrarnir lítið eitt uppflettir. Askhirslur eru algengar, appelsínugular að lit með ljósari þalrönd.[1]

Gró veggjaglæðu eru átta í aski, glær, tvíhólfa með þykkum millivegg, 10-15 µm x 5,5-9 µm að stærð.[1]

Búsvæði breyta

Veggjaglæða vex á klettum og er sérstaklega algeng við ströndina. Hún er algeng á Suðurlandi, Vesturlandi og norður eftir Austfjörðum en er mjög sjaldgæf á Norðurlandi.[1]

Nytjar breyta

Áður fyrr var ráðlagt að nota veggjaglæðu til að lækna gulusótt.[2]

Efnafræði breyta

Eins og aðrar tegundir af glæðuætt inniheldur veggjaglæðan gula litarefnið parietín.[1]

Þalsvörun veggjaglæðu er K+ vínrauð, C-, KC-, P-.[1]

Tilvísanir breyta

  1. 1,00 1,01 1,02 1,03 1,04 1,05 1,06 1,07 1,08 1,09 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. ISBN 978-9979-66-347-8
  2. Hörður Kristinsson (1968). Fléttunytjar. Flóra: tímarit um íslenska grasafræði 6(1): 19-25.
   Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.