Alaskasýprus

Trjátegund í flokki barrtrjáa
(Endurbeint frá Xanthocyparis nootkatensis)

Alaskasýprus (fræðiheiti: Cupressus nootkatensis, áður þekkt sem Chamaecyparis nootkatensis ) er barrtré af grátviðarætt (Cupressaceae). Það vex í strandhéruðum Bresku Kólumbíu, sunnanverðu Alaska og allt suður til Norðvestur-Kaliforníu. Það verður 30–40 m á hæð og vaxtalag er eins og grönn keila. Kýs mikinn loftraka og djúpan jarðraka. Er skuggþolið og vex upp inni í greni- og þallarskógum. Alaskasýprus er hægvaxta og getur náð 1.000 – 3.500 ára aldri.

Cupressus nootkatensis
Barr og köngull, Mount Rainier National Park
Barr og köngull, Mount Rainier National Park
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Einisætt (Cupressaceae)
Ættkvísl: Cupressus
Tegund:
C. nootkatensis

Tvínefni
Cupressus nootkatensis
D.Don 1824
Útbreiðsla í Norður-Ameríku
Útbreiðsla í Norður-Ameríku
Samheiti
  • Callitropsis nootkatensis (D.Don) Oerst. ex D.P.Little
  • Callitropsis nootkatensis (D. Don) Florin
  • Chamaecyparis nootkatensis (D. Don) Sudw.
  • Chamaecyparis nootkatensis (D.Don) Spach
  • Chamaecyparis nutkaensis Lindl. & Gordon
  • Cupressus americana Trautv.
  • Cupressus nutkatensis Hook.
  • Thuja excelsa Bong.
  • Thujopsis borealis Carrière
  • Thujopsis cupressoides Carrière
  • Thujopsis tchugatskoyae Carrière
  • Xanthocyparis nootkatensis (D.Don) Farjon & D.K.Harder
Nærmynd af barri.

Árssprotar vaxa í fleti eins og í blævæng og hafa ekki eiginleg endabrum, heldur stöðva þeir bara vöxtinn í bili við óhagstæð veðurskilyrði. Barrnálar eru skellaga.

Börkurinn er grábrúnn og sléttur og flagnar af í stórum flögum á eldri trjám. Könglar eru kúlulaga.

Á Íslandi

breyta

Alaskasýprus hefur ekki náð mikilli hæð hérlendis en reynsla er ekki mikil, eintök má finna á t.d. í Lystigarði Akureyrar, Hallormsstað, Mógilsá, í Skorradal, á Reykjavíkursvæðinu, í Múlakoti og í Fljótshlíð. Hann vex mjög hægt hérlendis og vantar líklega meiri hita. Hann þarf mjög gott skjól og vex ágætlega í hálfskugga af öðrum trjám. Hann þolir illa þurranæðinga í frosti og vetrarsól, og verður því að skýla honum vel fyrir því og norðanáttinni. Vetrarskýli er því nauðsynlegt fyrstu árin, nema hann hafi mjög gott skjól af öðrum gróðri í kring.

 
Alaskasýprus
 
Barr

Tengill

breyta

Lystigarður Akureyrar - Alaskasýprus Geymt 25 september 2020 í Wayback Machine

   Þessi trésgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.