Wrocław

(Endurbeint frá Wroclaw)

Wrocław (['vrɔʦwaf], hljóðskrá; þýska Breslau; tékkneska Vratislav; latína Vratislavia; einnig nefnd Breslá á íslensku, eftir þýska heitinu) er fjórða stærsta borg Póllands og höfuðborg Neðri-Slesíu, íbúar voru um 641.000 árið 2020. Flatarmál borgarinnar er 293 ferkílómetrar. Hún liggur við ána Odru.

Wrocław

Borgin á sér meira en 1000 ára sögu og hefur verið hluti af konungsríkjunum Póllandi, Bæheimi, Ungverjalandi, Austurríki, Prússlandi og Þýskalandi. Í lok seinni heimsstyrjaldar, eftir Potsdamráðstefnuna, tóku Pólverjar við yfirráðum í borginni sem hafði verið hluti af Þýskalandi og Prússlandi síðustu 2 aldir.

Breslau

Tenglar

breyta
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.