Wrangell-fjöll
Wrangell-fjöll er fjallgarður í austur-Alaska. Mestur hluti þeirra er í Wrangell-þjóðgarðinum. Fjöllin eru af eldfjallauppruna og eru þar annað og þriðja stærsta eldfjall Bandaríkjanna; Mount Blackburn og Mount Sanford. Nafn fjallgarðsins kemur frá Wrangell-fjalli sem er dyngja og virkt eldfjall. Nálægir fjallgarðar eru Saint Elias-fjöll og Chugach-fjöll.
Svæðið norður af Wrangell-fjöllum er eitt það kaldasta í Norður-Ameríku en fjöllin hindra það að hlýrra rakara loft komist inn í land. Þau taka nafn sitt af rússneska landkönnuðinum Ferdinand von Wrangel sem var yfir rússnesk-ameríska kaupfélaginu.
Tindar
breyta12 af yfir 40 tindum Alaska yfir 4000 metra eru í fjöllunum.
- Mount Blackburn, (4996 m)
- Mount Sanford, (4949 m)
- Mount Wrangell, (4317 m)
- Atna Peaks, (4225 m)
- Regal Mountain, (4220 m)
- Mount Jarvis, (4091 m)
- Parka Peak, (4048 m)
- Mount Zanetti, (3965 m)
- Mount Drum, (3661 m)
Heimild
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Wrangell Mountains“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24.sept 2018.