Internet Explorer

(Endurbeint frá Windows Internet Explorer)

Windows Internet Explorer áður Microsoft Internet Explorer, oftast kallaður IE er vafri frá Microsoft og fylgir öllum Microsoft Windows stýrikerfum síðan árið 1995. Eftir fyrstu útgáfu vafrans, sem gerð var fyrir Windows 95, voru gerðar útgáfur af Internet Explorer fyrir önnur stýrikerfi, Mac OS og UNIX. Hætt var að framleiða vafrann fyrir önnur stýrikerfi og er hann núorðið einungis gerður fyrir Windows stýrikerfi. Árið 2015 tilkynnti Microsoft að Microsoft Edge myndi taka við sem sjálfgefinn vafri í Windows 10.

IE var lengi vel mest notaði vafrinn og náði næstum 95% markaðshlutdeild milli áranna 2002 og 2003. Frá þeim tíma hefur notkun hans dalað og var í nóvember 2021 metinn af StatCounter með rétt um 1.15% markaðshluteild á almennum "PC" tölvum, þ.e. í "desktop"-flokki (sjötti vinsælasti á eftir Opera; níundi vinsælasti á markaðinum í heild).[1] Arftakinn Microsoft Edge, sem kom með Windows 10, er nú með meiri markaðshlutdeild. Microsoft tilkynnt að Edge yrði endurskrifaður, sem varð úr, til að nota grunninn af Chrome vafranum, og sá uppfærði Edge muni koma á eldri studd Windows kerfi. Hann er líka eini vafrinn frá Microsoft á Windows 11 (þó hefur Edge "IE mode", þ.e. samhæfni við IE, og fyrir þá samhæfni er enn að hluta til notaður sami IE kóðinn). Með þessum breytingum er Microsoft hætt nýsmíði á vöfrum í samkeppni við aðra og komið í samstarf.

Heimildir

breyta
   Þessi hugbúnaðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.