Wilhelm Ernst Beckmann

þýsk-íslenskur tréskurðar- og höggmyndalistamaður (1909-1965)

Wilhelm Ernst Beckmann (5. febrúar 1909 - 11. maí 1965) var þýsk-íslenskur tréskurðar- og höggmyndalistamaður. Hann var fæddur í Hamborg og lærði tréskurðarlist þar hjá hinum enska tréskurðarmeistara Peter Olde. Þegar nazistar komust til valda í Þýskalandi flúði hann land. Hann var eitt ár í Danmörku og sótti þar m.a. Kunstakademíuna en árið 1935 komst hann til Íslands með aðstoð Stefáns Jóhans Stefánssonar í Alþýðuflokknum. Hann varð síðar íslenskur ríkisborgari árið 1946.

Lang flest verk hans voru helguð kristinni trú og kirkju. Gerði hann meðal annars skírnarfonta, altaristöflur, ljósastikur og fleiri muni, sem nú prýða kirkjur víða um land, t.d. Ólafsvíkurkirkju, Kolfreyjustaðarkirkju í Fáskrúðsfirði, Búðakirkju, Vatnsfjarðarkirkju, Villlingaholtskirkju, Gaulverjabæjarkirkju, Akraneskirkju, Kópavogskirkju, Fríkirkjuna í Reykjavfk o. fl. Að auki eru fjölda mörg listaverk eftir Wilhelm í eigu félaga og einstaklinga víða um land.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.