Wikipedia:Grein mánaðarins/12, 2017
Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og hefur frá 30. nóvember 2017 verið forsætisráðherra Íslands. Hún starfaði sem mennta- og menningarmálaráðherra frá 2009 til 2013. Hún er önnur konan sem gegnt hefur embætti forsætisráðherra á eftir Jóhönnu Sigurðardóttur (2009–2013). Katrín er oddviti VG í Reykjavíkurkjördæmi norður. Katrín er einn vinsælasti einstaklingur í íslenskum stjórnmálum. Samkvæmt nokkrum skoðaðakönnunum vilja flestir Íslendingar Katrínu sem forsætisráðherra. Könnun frá 2015 leiddi í ljós að Katrín nýtur mests trausts (59,2% þátttakenda) alls forystufólks í íslenskum stjórnmálum, þar með taldir forsetar.