Wikipedia:Grein mánaðarins/12, 2007
Kvikmyndagerð á Íslandi einkenndist lengi vel (og jafnvel enn) af frumkvöðlastarfsemi og gerð ódýrra kvikmynda. Vísir að sjálfstæðum kvikmyndaiðnaði fór ekki að myndast fyrr en undir lok 20. aldar en fram að því var kvikmyndagerð nátengd annarri starfsemi, svo sem ljósmyndun, íslensku leikhúsunum og Ríkissjónvarpinu eftir að það tók til starfa árið 1966. Aðsókn að kvikmyndahúsum hefur verið tiltölulega mikil en fjöldi áhorfenda takmarkaður miðað við þann kostnað sem felst í kvikmyndagerð.
Gjarnan er talað um að stofnun Kvikmyndasjóðs 1978 marki upphaf samfelldrar kvikmyndagerðar á Íslandi og er þannig talað um fyrstu kvikmyndina sem kom út og gerð var með styrk úr sjóðnum, Land og syni, sem fyrstu „alvöru“ íslensku kvikmyndina.