Wikipedia:Grein mánaðarins/11, 2014

Fáni Portúgals

Portúgal er land í Suðvestur-Evrópu á vesturströnd Íberíuskagans. Portúgal á landamæriSpáni og strönd þess liggur að Atlantshafi. Nokkrir eyjaklasar á Atlantshafi tilheyra einnig Portúgal, þeirra stærstir eru Azoreyjar og Madeira. Á 15. og 16. öld var Portúgal efnahagslegt, stjórnmálalegt og menningarlegt stórveldi þegar yfirráðasvæði þess teygði sig um allan heiminn. Veldi þessu hnignaði hins vegar nokkuð hratt eftir að önnur nýlenduveldi komu til sögunnar.

Portúgal dagsins í dag á rætur sínar að rekja til byltingar árið 1974, þegar einræðisstjórn landsins var steypt af stóli. Frá því landið gekk í Evrópubandalagið (nú Evrópusambandið) árið 1986 hafa framfarir í landinu verið miklar, þrátt fyrir að það sé enn annað tveggja fátækustu landa í Vestur-Evrópu.